
DHL Express Iceland ehf
Alþjóða hraðsendingar og fraktsendingar um allan heim í lofti, á sjó, með bílum og lestum. Vöruhúsalausnir, allt frá pökkun til geymslu, póstsendingar um allan heim, sem og aðrar sérhæfðar lausnir á sviði vörustjórnunar - DHL færir þér úrval flutningsleiða og yfirburði heim að dyrum.
Að starfa fyrir DHL þýðir að taka ábyrgð, sigrast á ögrandi áskorunum og vaxa og þroskast sem hluti af fjölbreyttu alþjóðlegu starfsliði.
Nýttu þér margskonar spennandi möguleika á starfsframa til að skila góðum árangri með okkur og vera hluti af stærsta flutningafyrirtæki í heimi.
DHL býður fjölbreytt störf með mikla möguleika á öllum starfsþrepum í öllum heimshlutum. Sem starfsmaður hjá okkur færðu tækifæri til að móta með góðri vinnu í góðum hópi þína eigin framtíð bæði í starfi og leik. Saman myndum við fyrirtæki sem við getum verið virkilega stolt af.

Bílstjóri sumarstarf - Keflavíkurflugvöllur
DHL Express Iceland ehf óskar eftir að ráða í fullt starf í bílstjórateymi fyrirtækisins á starfsstöð sinni að Fálkavelli 17, 235 Keflavíkurflugvelli.
Leitað er að metnaðarfullum, árangurdrifnum og sjálfstæðum einstakling með ríka þjónustulund sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni í fjölbreyttu alþjóðlegu starfsumhverfi.
Um er að ræða 100% stöðugildi og er vinnutíminn 08:00-16:00 mánudaga til fimmtudags og 08:00-15:15 á föstudögum.
Um er að ræða sumarstarf til 31. ágúst 2025
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afhenda og sækja sendingar til viðskiptavina
- Umsýsla og vinnsla með sendingar fyrir flutning
- Samskipti við viðskiptavini og samstarfsfólk í öðrum deildum
- Þátttaka í öðrum verkefnum innan deildarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Lipurð í samskiptum og góð þjónustulund
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Gild almenn ökuréttindi
- Tungumálakunnátta: íslenska og enska
- Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu
- Meiraprófsréttindi er kostur
Fríðindi í starfi
- Fæðisdagpeningar skv. stefnu fyrirtækisins á Íslandi
Auglýsing birt22. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Fálkavöllur 17, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vörubílstjóri
Fagurverk

Akureyri - Störf á pósthúsi
Pósturinn

Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar: Aðstoðarverkstjóri gatnamála
Akureyri

Bílstjóri / Lestunarmaður
Vaðvík

Vélamenn og bílstjórar
Ístak hf

Bílstjórar (verktakar) óskast
Teitur

Standsetning og þrif / PDI and detailing
Porsche á Íslandi

Lagerstarfsmaður óskast
Hreinlætislausnir Áfangar ehf.

Starfsmaður í útkeyrslu
Umbúðir & Ráðgjöf

Sölu-/Þjónustufulltrúi Kerfi Fyrirtækjaþjónusta
Kerfi Fyrirtækjaþjónusta

Sumarstarf í Vegmerkingum (kröfur: C meirapróf)
Vegmerking

Störf í áfyllingu
Ölgerðin