Colas Ísland ehf.
Colas Ísland ehf.
Colas Ísland ehf.

Bílstjóri með meirapróf CE

Colas Ísland auglýsir eftir bílstjóra með CE réttindi til að vinna við flutning á tækjum fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að hafa meirapróf, CE réttindi, og stóru vinnuvélaréttindin. Að auki tekur starfsmaðurinn þátt í öðrum störfum innan fyrirtækisins s.s. malbikun, viðhaldi tækja og véla ásamt akstri annarra stórra bifreiða fyrirtækisins.

Um er að ræða 100% starf með möguleika á mikilli yfirvinnu yfir sumartímann.

Við hvetjum jafnt öll kyn til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Flutningur tækja á milli vinnusvæða um allt land
  • Akstur og stjórnun bifreiða s.s. límbíla
  • Dagleg umhirða bifreiða og tækja
  • Þátttaka í viðhaldi á bifreiðum og tækjum
  • Önnur malbikunarstörf með malbikunarflokkum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meirapróf CE
  • Stóru vinnuvélaréttindin
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð samskiptahæfni
  • Vandvirkni
  • Rík þjónustulund
Auglýsing birt17. mars 2025
Umsóknarfrestur24. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Gullhella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Meirapróf CEPathCreated with Sketch.Vinnuvélaréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar