Bilstjóri/húsvörður
Norska sendiráðið auglýsir eftir bílstjóra og húsverði frá 1. janúar 2025 í 100% stöðu.
Í starfinu felst að vera bílstjóri og húsvörður fyrir skrifstofu sendiráðsins ásamt sendiherrabústaðnum, sem er heimili sendiherra. Garðvinna er innifalin í húsvarðarstarfinu. Viðkomandi mun einnig sinna símavörslu þegar þörf er á, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Vinnutími er alla virka daga frá kl. 09-16. Reikna má með yfirvinnu.
Norska sendiráðið er með tvo diplómata og fimm staðráðna starfsmenn. Við leitum að manneskju sem getur tekið að sér mismunandi verkefni sem tengjast starfinu.
Umsækjandi verður að hafa bílpróf, hreint sakavottorð og hafa grunnþekkingu á tölvu. Umsækjandi verður að tala íslensku og ensku eða norðurlandatungumál.
Bílstjóri, húsvörður, sjá um garðana, leysa af á síma
Bílpróf og hreint sakavottorð