
BL ehf.
BL er eitt stærsta og elsta bílaþjónustufyrirtæki landsins og nær saga okkar allt aftur til ársins 1954.
Á þeim tíma hafa bílar og bílaframleiðsla breyst gríðarlega og sjaldan hefur þróunin verið jafn spennandi og einmitt núna þegar nýir möguleikar eru að opnast til að koma okkur hratt og örugglega milli staða í sem mestri sátt við umhverfið og náttúruna.
Á fimm starfsstöðvum rekum við umboð fyrir fólks- og atvinnubíla frá 12 framleiðendum og starfrækjum vottuð þjónustu-, málningar- og réttingaverkstæði sem eru ein þau fullkomnustu á landinu. Við leggjum áherslu á góða starfsaðstöðu og starfsanda og hjá okkur er öflugt starfsmannafélag. BL er með jafnlaunavottun og við erum fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Hvort sem þú leitar að tímabundnu starfi eða hyggur á fagmenntun til framtíðar þá færðu frábært tækifæri hjá BL til að kynnast nýjustu tækni og öðlast reynslu í einhverri mikilvægustu og fjölbreyttustu atvinnugrein samtímans í návígi við marga af fullkomnustu og glæsilegustu bílum heims.

Bílaflutningabílstjóri með meirapróf
Við leitum að bílstjóra með meiraprófsréttindi C til að flytja bílaflota til og frá starfsstöðvum fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Akstur bílaflutningabíls
- Lestun og losun nýrra bíla
- Umsjón með ástandi bílaflutningabíls
- Samskipti við viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Gild ökuréttindi eru skilyrði
- Meiraprófsréttindi C eru skilyrði
- Vandvirk, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Góð færni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
- Afsláttur af leigu á bílum Hertz
- Afsláttarkjör af bílum, aukahlutum, varahlutum ofl.
- Mötuneyti með heitum mat
- Afsláttur á hleðslustöðvum Ísorku
- Íþróttastyrkur
Auglýsing birt12. júní 2025
Umsóknarfrestur14. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Vesturvör 10, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiMannleg samskiptiMeirapróf CSjálfstæð vinnubrögðStundvísiVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Vörubílstjóri
Fagurverk

Akureyri - Störf á pósthúsi
Pósturinn

Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar: Aðstoðarverkstjóri gatnamála
Akureyri

Bílstjóri / Lestunarmaður
Vaðvík

Vélamenn og bílstjórar
Ístak hf

Bílstjórar (verktakar) óskast
Teitur

Standsetning og þrif / PDI and detailing
Porsche á Íslandi

Lagerstarfsmaður óskast
Hreinlætislausnir Áfangar ehf.

Starfsmaður í útkeyrslu
Umbúðir & Ráðgjöf

Sölu-/Þjónustufulltrúi Kerfi Fyrirtækjaþjónusta
Kerfi Fyrirtækjaþjónusta

Störf í áfyllingu
Ölgerðin

Lagerstarf - Varahlutir - Bifreiðar
Vélrás