MAX1 | VÉLALAND
MAX1 | VÉLALAND
MAX1 | VÉLALAND

Bifvélavirki hjá Max1/Vélalandi - Hafnarfirði

Verkstæði Max1/Vélalands að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði leitar að hæfileikaríkri og duglegri manneskju í starf bifvélavirkja í bilanagreiningu og við viðgerðir á Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel bílum.

Starfið er einstaklega lifandi og skemmtilegt þar sem unnið er við nýjustu bílatækni með öflugan búnað til. Allt kapp er lagt á að gera öll störf eins létt og kostur er með margvíslegum búnaði.

Starfsmannaaðstaða er með framúrskarandi búningsaðstöðu ásamt því að öflugt starfsmannafélag er starfrækt hjá Brimborg.

Við leitum að manneskju til að ganga til liðs við þjónustuteymi Max1/Vélalands sem þykir spennandi að vinna við nýjustu tækni í frábærum hóp tæknimanna með góðum stuðningi samstarfsfólks og stjórnenda þar sem eru miklir möguleikar til símenntunar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna við bilanagreiningu, þjónustu og við viðgerðir á Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel bílum.
  • Þátttaka í þjálfun og símenntun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki
  • Réttindi í bifvélavirkjun eða mikil reynsla af bílaviðgerðum
  • Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð
  • Geta sýnt frumkvæði í starfi og unnið sjálfstætt
  • Gilt bílpróf
Fríðindi í starfi
  • Margvísleg fríðindi sbr. mannauðsstefnu Brimborgar 
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins

 

Auglýsing birt5. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Dalshraun 5, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BifvélavirkjunPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveinsprófPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar