
Veltir
Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagna, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla. Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara.
Verkstæði Veltis á Hádegismóum eru þau fullkomnustu í greininni, vel tækjum búin með framúrskarandi aðstöðu fyrir starfsfólk, með góðu aðgengi frá stofnbrautum og mjög góðu athafnarými fyrir stór tæki þar sem öll þjónusta og varahlutir eru í boði.
Vörubíla og rútuverkstæði Veltis sér um ábyrgðar- og almenna viðgerðarþjónustu við Volvo vörubíla, Renault vörubíla og Volvo rútur ásamt þjónustu við ábyggingar og aðra fylgihluti.
Vélaverkstæði Veltis sér um ábyrgðar- og almenna viðgerðarþjónustu við Volvo vinnuvélar, Volvo Penta bátavélar, Dieci skotbómulyftara og Hiab hleðslukrana og annan fylgibúnað.
Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyftur fá olíu- og smurþjónustu, dekk og dekkjaþjónustu ásamt Nokian dekkjasölu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ. Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. Í húsinu er einnig Frumherji með nýja og afar fullkomna skoðunarstöð.
Varahlutaþjónusta Veltis er framúrskarandi þar sem lögð er áhersla á að eiga mikið úrval varahluta á lager til að tryggja uppitíma bíla og tækja og að auki er boðið upp á sérpantanaþjónustu í sérflokki.

Bifvélavirki fyrir Velti
Brimborg óskar eftir hæfileikaríkum og metnaðarfullum bifvélavirkja til starfa á rútu- og vörubílaverkstæði / Xpress verkstæði fyrirtækisins við Hádegismóum í Reykjavík. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér bilanagreiningu og viðgerðir á rútu- og vörubílum.
Við bjóðum uppá
- Nýjustu bíltækni og framúrskarandi aðstöðu
- Starfið er lifandi og spennandi þar sem unnið er við nýjustu bíltækni með háþróuðum tækjabúnaði sem eykur skilvirkni og léttir störfin.
- Frábæra starfsmannaaðstöðu
- Glæsilega búningaaðstöðu og öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur fjölbreytta viðburði og félagsstarf
- Fjölskylduvænan vinnustað
- Sveigjanleiki í vinnu
Metnaðarfulla stjórnun
- Fyrirmyndarfyrirtæki Creditfino
- Fyrirmyndarfyrirtæki í starfsnámi Nemastofu 2025
- Moodup- Vinnustaður í fremstu röð 2024
- Jafnlaunavottað fyrirtæki
- Brautryðjandi í styttingu vinnutímans
Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á tækni og nýjungum, sem langar að starfa með sterku liði sérfræðinga þar sem miklir möguleikar eru á símenntun og starfsþróun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bilanagreiningu og viðgerðir á rútu- og vörubílumbílum
- Þátttaka í þjálfun og símenntun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Réttindi í bifvélavirkjun eða sambærileg reynsla af bílaviðgerðum
- Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
- Snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki
- Gilt bílpróf
Fríðindi í starfi
Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
Auglýsing birt7. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Bíldshöfði 8, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
BifvélavirkjunBílvélaviðgerðirFrumkvæðiMannleg samskiptiÖkuréttindiStundvísiVélvirkjunÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Afgreiðsla í verslun og lager
Íshúsið ehf

Ertu rafvirki eða að læra rafvirkjun?
Ljósleiðarinn

Vélstjóri - Hafnarfjarðarhöfn
Hafnarfjarðarbær

Orkubú Vestfjarða - Vélfræðingur.
Orkubú Vestfjarða ohf

Vélvirki/Stálsmiður óskast
Hagverk ehf.

Vélvirki
Alkul ehf

Þjónusta, bilanagreiningar og viðgerðir á lyftum Schindler
Schindler

Vélstjóri
Bláa Lónið

Bílasprautari / Bifreiðasmiður / Sumarstarfsmaður
Bílnet ehf

Viðhaldsmaður tækja & búnaðar
ÞG Verk

Starfsmaður á verkstæði AVIS í Reykjanesbæ
Avis og Budget

Hefur þú áhuga á bílum? Sumarstarf
Stilling