![Veltir](https://alfredprod.imgix.net/logo/d7cdd0e0-6cb0-4228-be74-48765ee35eb0.png?w=256&q=75&auto=format)
Veltir
Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagna, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla. Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara.
Verkstæði Veltis á Hádegismóum eru þau fullkomnustu í greininni, vel tækjum búin með framúrskarandi aðstöðu fyrir starfsfólk, með góðu aðgengi frá stofnbrautum og mjög góðu athafnarými fyrir stór tæki þar sem öll þjónusta og varahlutir eru í boði.
Vörubíla og rútuverkstæði Veltis sér um ábyrgðar- og almenna viðgerðarþjónustu við Volvo vörubíla, Renault vörubíla og Volvo rútur ásamt þjónustu við ábyggingar og aðra fylgihluti.
Vélaverkstæði Veltis sér um ábyrgðar- og almenna viðgerðarþjónustu við Volvo vinnuvélar, Volvo Penta bátavélar, Dieci skotbómulyftara og Hiab hleðslukrana og annan fylgibúnað.
Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyftur fá olíu- og smurþjónustu, dekk og dekkjaþjónustu ásamt Nokian dekkjasölu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ. Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. Í húsinu er einnig Frumherji með nýja og afar fullkomna skoðunarstöð.
Varahlutaþjónusta Veltis er framúrskarandi þar sem lögð er áhersla á að eiga mikið úrval varahluta á lager til að tryggja uppitíma bíla og tækja og að auki er boðið upp á sérpantanaþjónustu í sérflokki.
![Veltir](https://alfredprod.imgix.net/adcover/is-cc838dcc-e4cb-435d-82b3-ebdf890a6a9d.jpeg?w=1200&q=75&auto=format)
Bifvélavirki fyrir Velti
Brimborg óskar eftir hæfileikaríkum og metnaðarfullum bifvélavirkja til starfa á rútu- og vörubílaverkstæði / Xpress verkstæði fyrirtækisins við Hádegismóum í Reykjavík. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér bilanagreiningu og viðgerðir á rútu- og vörubílum.
Við bjóðum uppá
- Nýjustu bíltækni og framúrskarandi aðstöðu
- Starfið er lifandi og spennandi þar sem unnið er við nýjustu bíltækni með háþróuðum tækjabúnaði sem eykur skilvirkni og léttir störfin.
- Frábæra starfsmannaaðstöðu
- Glæsilega búningaaðstöðu og öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur fjölbreytta viðburði og félagsstarf
- Fjölskylduvænan vinnustað
- Sveigjanleiki í vinnu
Metnaðarfulla stjórnun
- Fyrirmyndarfyrirtæki Creditfino
- Fyrirmyndarfyrirtæki í starfsnámi Nemastofu 2025
- Moodup- Vinnustaður í fremstu röð 2024
- Jafnlaunavottað fyrirtæki
- Brautryðjandi í styttingu vinnutímans
Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á tækni og nýjungum, sem langar að starfa með sterku liði sérfræðinga þar sem miklir möguleikar eru á símenntun og starfsþróun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bilanagreiningu og viðgerðir á rútu- og vörubílumbílum
- Þátttaka í þjálfun og símenntun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Réttindi í bifvélavirkjun eða sambærileg reynsla af bílaviðgerðum
- Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
- Snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki
- Gilt bílpróf
Fríðindi í starfi
Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
Auglýsing birt12. febrúar 2025
Umsóknarfrestur25. febrúar 2025
Tungumálahæfni
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
Staðsetning
Bíldshöfði 8, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
BifvélavirkjunBílvélaviðgerðirFrumkvæðiMannleg samskiptiÖkuréttindiStundvísiVélvirkjunÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
![Blue Car Rental](https://alfredprod.imgix.net/logo/156b286b-e019-4e54-8518-4d1e8f10c611.png?w=256&q=75&auto=format)
Bílaréttingar
Blue Car Rental
![Icelandair](https://alfredprod.imgix.net/logo/33d72d94-4bc1-4f22-aa39-e6e0d4fca96d.png?w=256&q=75&auto=format)
Verkstjóri - Tækjaverkstæði
Icelandair
![IB ehf](https://alfredprod.imgix.net/logo/53d772eb-86a9-49d9-9c2b-0217c53d82d0.png?w=256&q=75&auto=format)
Bifvélavirki
IB ehf
![Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-adbdaf36-b156-4750-9c55-8f81649c859d.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Bifvélavirki fyrir Peugeot, Citroën, Opel og Mazda
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg
![Hafrannsóknastofnun](https://alfredprod.imgix.net/logo/0324ac83-ac84-4ac3-b141-cc1ccc934b62.png?w=256&q=75&auto=format)
Húsvörður - Hafrannsóknastofnun Hafnarfirði
Hafrannsóknastofnun
![Hafrannsóknastofnun](https://alfredprod.imgix.net/logo/0324ac83-ac84-4ac3-b141-cc1ccc934b62.png?w=256&q=75&auto=format)
Tæknimaður - Hafrannsóknastofnun Hafnarfirði
Hafrannsóknastofnun
![Airport Associates](https://alfredprod.imgix.net/logo/314ce8ed-2574-4cee-994f-bf5b844dcce5.png?w=256&q=75&auto=format)
Starfsmaður á verkstæði
Airport Associates
![Bílageirinn](https://alfredprod.imgix.net/logo/459c16b4-91d8-4be1-80a5-0a10cc557596.png?w=256&q=75&auto=format)
Bílageirinn ehf Bílamálari, rif og samsetningar
Bílageirinn
![Nordic Car Rental](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-30fdbdc3-ec97-4bee-a37b-e808821e5f09.png?w=256&q=75&auto=format)
Bifvélavirki/Mechanic
Nordic Car Rental
![Trackwell hf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-057a2359-05ce-4a66-b9d0-25b673fbde1b.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Okkur vantar liðsauka
Trackwell hf.
![Landsnet hf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-4da00985-7533-4548-8ae3-f38197fc486b.png?w=256&q=75&auto=format)
Við leitum að öflugum liðsmanni í raflínuteymið okkar!
Landsnet hf.
![Bílatorgið](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-44f69d35-31ff-46b9-854c-3cc326bcee2d.png?w=256&q=75&auto=format)
Bílaviðgerðir.
Bílatorgið