
BL ehf.
BL er eitt stærsta og elsta bílaþjónustufyrirtæki landsins og nær saga okkar allt aftur til ársins 1954.
Á þeim tíma hafa bílar og bílaframleiðsla breyst gríðarlega og sjaldan hefur þróunin verið jafn spennandi og einmitt núna þegar nýir möguleikar eru að opnast til að koma okkur hratt og örugglega milli staða í sem mestri sátt við umhverfið og náttúruna.
Á fimm starfsstöðvum rekum við umboð fyrir fólks- og atvinnubíla frá 12 framleiðendum og starfrækjum vottuð þjónustu-, málningar- og réttingaverkstæði sem eru ein þau fullkomnustu á landinu. Við leggjum áherslu á góða starfsaðstöðu og starfsanda og hjá okkur er öflugt starfsmannafélag. BL er með jafnlaunavottun og við erum fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Hvort sem þú leitar að tímabundnu starfi eða hyggur á fagmenntun til framtíðar þá færðu frábært tækifæri hjá BL til að kynnast nýjustu tækni og öðlast reynslu í einhverri mikilvægustu og fjölbreyttustu atvinnugrein samtímans í návígi við marga af fullkomnustu og glæsilegustu bílum heims.

Bifvélavirki
Við óskum eftir að ráða bifvélavirkja á verkstæðið okkar á Sævarhöfða. Í boði er björt og glæsileg vinnuaðstaða og endurmenntun til að viðhalda þekkingu og tileinka sér nýjustu tækni. Verkstæðið er tæknilega mjög vel útbúið samkvæmt stöðlum framleiðanda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Bifvélavirkjamenntun
- Bílpróf
- Sjálfstæð, skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Gott tölvulæsi, unnið er með rafrænar verkbeiðnir
- Góð þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
- Afsláttakjör af bílum, varahlutum og aukahlutum
- Afsláttur af leigu á bílum hjá Hertz
- Afsláttur á hleðslustöðvum Ísorku
- Vinnufatnaður
- Mötuneyti með heitum mat
- Íþróttastyrkur
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðgerðir og bilanagreining
Auglýsing birt28. janúar 2025
Umsóknarfrestur18. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
BifvélavirkjunMeistarapróf í iðngreinMetnaðurÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðSveinsprófTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Umsjónarmaður fasteigna Í Hafnarborg
Hafnarfjarðarbær

Rental Agent
Cozy Campers Iceland

Hópstjóri í Hraðþjónustu
Toyota

Bílaspítalinn leitar eftir bifvélavirkja
Bílaspítalinn ehf

Viðgerðarmaður / Mechanics
Vélafl ehf

Öflugur starfsmaður óskast
Múlaradíó ehf

Bifvélavirki fyrir Velti
Veltir

Umsjónarmaður fasteigna
Stracta Hótel

Bifvélavirki óskast / Mechanic wanted.
Icerental4x4

Starfsmaður í blöndun/Pharmaceutical Mixing Specialist
Coripharma ehf.

Spennandi sumarstörf um allt land
Eimskip

Viðgerðarmaður
Vélavit ehf