Markaðsfulltrúi

Bestseller Gilsbúð 5, 210 Garðabær


BESTSELLER leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi í markaðsdeild fyrirtækisins.

Viðkomandi mun sjá um Facebook og Instagram síður sem fyrirtækið heldur úti ásamt því að taka þátt í öðrum verkefnum í samstarfi við markaðsstjóra. Um er að ræða fullt starf og áhugavert tækifæri til að vinna með spennandi vörumerki sem eru með ört stækkandi fylgjendahóp á samfélagsmiðlum.

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Gott vald á íslenskri tungu, sérstaklega í rituðu máli
  • Reynsla af notkun Facebook og Instagram við markaðssetningu og þekking á auglýsingakerfi miðlanna
  • Hugmyndaauðgi, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði 
  • Áhugi á að samfélagsmiðlum, nýjungum og framsetningu á efni á netinu
  • Grunnþekking á myndvinnsluforrit

Vörumerki Bestseller eru: Vero Moda, Vila, Name it, Jack & Jones og Selected. 

Allar frekari upplýsingar veitir Sólrún Hjaltested mannauðsstjóri í síma 575 4000

Umsóknarfrestur:

01.04.2019

Auglýsing stofnuð:

12.03.2019

Staðsetning:

Gilsbúð 5, 210 Garðabær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi