Center Hotels
Center Hotels er fjölskyldurekin hótelkeðja til yfir 20 ára.
Hótelin í Center Hotels keðjunni eru 8 talsins, öll staðsett í miðborg Reykjavíkur og bjóða upp á góða þjónustu, notaleg herbergi, veitingastaði, bari, heilsulindir, funda- og veislusali. Hótelin eru:
- Grandi by Center Hotels
- Miðgarður by Center Hotels
- Þingholt by Center Hotels
- Center Hotels Laugavegur
- Center Hotels Arnarhvoll
- Center Hotels Plaza
- Center Hotels Klöpp
- Center Hotels Skjaldbreið
Hjá Center Hotels starfa um 300 manns sem allt er hæfileikafólk á sínu sviði. Starfsfólk okkar býr yfir mismunandi menntun og reynslu en á það sameiginlegt að leggja metnað sinn í að sinna starfi sínu vel og leggja sitt af mörkum við að sinna gestum hótelanna eins vel og hægt er.
Við leggjum metnað okkar í að styrkja og stuðla að því að starfsfólki okkar líði vel í starfi og að þeim bjóðist sá möguleiki að vaxa og dafna innan starfsins og hótelkeðjunnar. Við bjóðum því upp á úrval námskeiða í okkar eigin Center Hotels skóla þar sem boðið er upp á ýmiss konar fræðslu, kennslu og öflugt íslenskunám.
Jafnrétti á vinnustað er okkur hjartans mál og höfum við lagt mikla áherslu á að hafa jafnræði og jafnrétti að leiðarljósi. Við vorum fyrst allra ferðaþjónustufyrirtækja að fá jafnlaunavottun BSI árið 2018 og hlutum við viðurkennningu Jafnvægisvogar FKA árið 2020 og 2021.
Nánari upplýsingar um hótelin okkar er að finna á www.centerhotels.is
Barþjónn - hlutastarf
Center Hotels leitar að jákvæðum og duglegum einstaklingi í starf barþjóns í hlutastarfi.
Starfshlutfallið er á milli 50%-60% og vaktir eru samkomulag milli yfirmanns og starfsmanns. Vinnutíminn er breytilegur og er frá 14:00-01:00 og 17:00-01:00.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Þjónusta og samskipti við gesti á barnum
· Afgreiða drykki til gesta á barnum
· Halda vinnustað snyrtilegum.
· Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur
· Reynsla sem barþjónn æskileg.
· Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
· Almenn þekking á barstörfum.
· Enskukunnátta nauðsýnleg
· Íslenskukunnátta mikill kostur
· Jákvætt viðhorf
Auglýsing birt27. nóvember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Þverholt 14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Waiter/Waitress with acommodation from JANUARY
Hótel Vík í Myrdal
New colleague for Lava café in Vík mid December
KEIF ehf.
Hamborgara og afgreiðslusnillingar
YUZU
Mýrin Brasserie - Framreiðsla morgunverðar
brasserie ehf.
Barþjónn á 101 hotel
101 hotel
Barþjónar í hlutastarf
Tipsy Bar & Lounge
Viltu grilla með okkur?
Hagavagninn
Grillari / Afgreiðsla
Tasty
Barþjónar
Skor Akureyri
Pizza Popolare - Afgreiðsla og eldhús - Akureyri & Reykjavik
Pizza Popolare
Part time Waiter
Bon Restaurant
Uppvaskari / Dishwasher
Lux veitingar