
Blábankinn
Blábankinn tók til starfa árið 2017 og er samstarfsverkefni í byggðaþróun milli einkaaðila, ríkis og sveitarfélags.
Markmiðið er að fjölbreyttari þjónusta á Þingeyri, gera opinbera þjónustu aðgengilegri, samskiptin milli íbúa og opinberra stofnana skilvirkari og skapa grundvöll að félags- og efnahagslegri nýsköpun. Blábankinn vinnur að því að efla samfélag sköpunar fyrir þorpið og heiminn, með því að hvetja til starfsemi á staðnum, mynda hæfni og þekkingu, auka fjölda notenda og efla ímynd Blábankans og Þingeyrar.

Bankastjóri Blábankans
Viltu leiða suðupott sköpunar í sjávarþorpi á Vestfjörðum?
- Sýnir þú frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, sveigjanleika, ert skapandi og hugsar út fyrir boxið?
- Áttu auðvelt með uppbyggjandi samskipti á íslensku og ensku og hefur áhuga á að tengja saman fólk og efla samstarf milli hagaðila?
- Kanntu að miðla sögum um fólk sem skapar og sjálfbæra lifnaðarhætti?
- Viltu vinna og búa í fallegu þorpi í nálægð við náttúruna?
Bankastjóri Blábankans
Bankastjóri er forstöðumaður Blábankans á Þingeyri og sér um daglegan rekstur og nýsköpunarverkefni. Þetta er fullt starf sem unnið er undir stjórn Blábankans ses með búsetu á Þingeyri. Blábankinn er ekki fjárhagslegur banki heldur miðstöðu sköpunar á Vestfjörðum. Fólk leggur inn hugmyndir í Blábankann og ávaxtar fyrir sjálft sig, þorpið og heiminn.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sköpun og verkefnastjórn nýsköpunarverkefna
Umsjón og útleiga á vinnurýmum (co-working space)
Umsjón með þjónustu við íbúa og frumkvöðla á þingeyri
Verkstjórn hlutastarfsmanns
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af verkefnastjórnun fjölþjóðlegra verkefna.
Færni til að skapa og rækta tengsl við ólíka einstaklinga.
Góð íslensku- og enskukunnátta eru skilyrði.
Sveigjanleiki, framkvæmdagleði og sjálfstæð vinnubrögð.
Þjónustulund og lausnarmiðuð hugsun.
Fríðindi í starfi
Á Þingeyri er frábær aðstaða til útivistar, skóli, leikskóli, íþróttamannvirki, félagsheimili, söfn og hin margrómaða sundlaug á Þingeyri, allt í göngufæri. Þá er stutt í fjöruna og til fjalla.
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri á sviði stafrænnar þróunar og upplýsingatækni
Isavia 
Tómstundafulltrúi
Vesturbyggð Patreksfjörður 5. júlí Fullt starf

Project Manager - Come Shape the Future
DTE Reykjavík 18. júní Fullt starf

Verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar
Vesturbyggð Patreksfjörður 21. júní Fullt starf

Þjónustustjóri – höfuðborgarsvæðið
Dagar hf. Garðabær 30. júní Fullt starf

Ferskvatnslíffræðingur
Náttúrustofa Vestfjarða 19. júlí Fullt starf

CCP is hiring an Engineering Manager
CCP Games Reykjavík Fullt starf

Forstöðumaður hráefnisvinnslu óskast
Íslenska gámafélagið Reykjavík 13. júlí Fullt starf

Hugsar þú í lausnum og ert með skipulagið á hreinu?
Hópbílar Hafnarfjörður 15. júní Fullt starf

Framkvæmdastjóri rekstrar og klínískrar stoðþjónustu
Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri 15. júní Fullt starf

Embætti ríkissáttasemjara
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Reykjavík 19. júní Fullt starf

Þjónustulundaður verkstjóri
Verslunartækni og Geiri ehf 20. júní Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.