Fuglar ehf.
Fuglar ehf.
Fuglar ehf.

Bakendaforritari/Backend Developer

Fuglar ehf. hugbúnaðarhús sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir íslensk fjármálafyrirtæki. Fyrstu verkefni okkar voru í tengslum við lífeyrissjóðskerfið Kríu. Í dag sér fyrirtækið um þróun og rekstur tengdan lífeyrissjóðskerfum og sjóðfélagavefum, auk ýmissa annarra hliðarverkefna. Fuglar hafa einnig verið þátttakendur í rammasamningi Stafræns Íslands síðustu árin.

Hjá Fuglum eru spennandi verkefni framundan í þróun á framtíðarlausnum fyrir Lífeyrissjóði og viljum við því ráða til okkar öflugan bakendaforritara sem hefur menntun og reynslu í hugbúnaðargerð.

Hæfniskröfur:

  • B.Sc. gráða í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða samskonar menntun (M.Sc. kostur).
  • Góð þekking og reynsla í gagnagrunnsforritun, Microsoft SQL Server og/eða Oracle SQL.
  • Góð þekking og reynsla í bakendaforritun, t.d. .NET services, Node.js.
  • Almenn þekking í vefforritun þá einna helst React, Next.js, TypeScript o.sfrv.
  • Mikill kostur er ef viðkomandi hefur einnig reynslu af Delphi eða yfirfærslu á lausnum úr Delphi í nýrri tækni.
  • Þekking á helstu Agile aðferðafræði, s.s. SCRUM og Kanban.
  • Þekking í Github, Git og Jira.

Við hvetjum aðila á öllum reynslustigum að sækja um starfið. Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigurjón Hákonarson ([email protected]) framkvæmdastjóri Fugla.

Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Helstu verkefni og ábyrgð

Bakendaforritun í þróunarverkefni á nýjum lausnum fyrir lífeyrissjóði

Fríðindi í starfi
  • Mötuneyti
  • Íþróttastyrkur
  • Sveigjanlegt vinnuumhverfi
Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch..NETPathCreated with Sketch.AgilePathCreated with Sketch.BakendaforritunPathCreated with Sketch.C#PathCreated with Sketch.DockerPathCreated with Sketch.Hönnun gagnagrunnaPathCreated with Sketch.ReactPathCreated with Sketch.SCRUMPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.TypeScriptPathCreated with Sketch.Vefforritun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar