

Bakendaforritari/Backend Developer
Fuglar ehf. hugbúnaðarhús sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir íslensk fjármálafyrirtæki. Fyrstu verkefni okkar voru í tengslum við lífeyrissjóðskerfið Kríu. Í dag sér fyrirtækið um þróun og rekstur tengdan lífeyrissjóðskerfum og sjóðfélagavefum, auk ýmissa annarra hliðarverkefna. Fuglar hafa einnig verið þátttakendur í rammasamningi Stafræns Íslands síðustu árin.
Hjá Fuglum eru spennandi verkefni framundan í þróun á framtíðarlausnum fyrir Lífeyrissjóði og viljum við því ráða til okkar öflugan bakendaforritara sem hefur menntun og reynslu í hugbúnaðargerð.
Hæfniskröfur:
- B.Sc. gráða í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða samskonar menntun (M.Sc. kostur).
- Góð þekking og reynsla í gagnagrunnsforritun, Microsoft SQL Server og/eða Oracle SQL.
- Góð þekking og reynsla í bakendaforritun, t.d. .NET services, Node.js.
- Almenn þekking í vefforritun þá einna helst React, Next.js, TypeScript o.sfrv.
- Mikill kostur er ef viðkomandi hefur einnig reynslu af Delphi eða yfirfærslu á lausnum úr Delphi í nýrri tækni.
- Þekking á helstu Agile aðferðafræði, s.s. SCRUM og Kanban.
- Þekking í Github, Git og Jira.
Við hvetjum aðila á öllum reynslustigum að sækja um starfið. Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigurjón Hákonarson ([email protected]) framkvæmdastjóri Fugla.
Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Bakendaforritun í þróunarverkefni á nýjum lausnum fyrir lífeyrissjóði
- Mötuneyti
- Íþróttastyrkur
- Sveigjanlegt vinnuumhverfi













