Hagar
Hagar

Bakendaforritari

Hagar hf., eitt stærsta fyrirtæki í smásölu á Íslandi, er að byggja upp stafræna framtíð sína og leitar nú að hæfileikaríkum bakendaforritara sem hefur brennandi áhuga á að vinna í nútímalegu umhverfi.

Hjá Högum kappkostum við að þróa lausnir sem bæta þjónustu við viðskiptavini auk þess að auka skilvirkni í rekstri samstæðunnar. Þannig stuðlum við að því að tryggja viðskiptavinum okkar í senn besta mögulega vöruverð og jákvæðustu notendaupplifunina.

Við vinnum að megninu til í .NET og nýtum skalanlegar skýjalausnir á borð við Azure til þess að einfalda okkur og viðskiptavinum okkar lífið. Þekking og reynsla á þessum umhverfum er kostur en aðaláherslan er að viðkomandi hafi áhuga á því að tileinka sér okkar tækni og leggja sitt að mörkum til að láta dótturfélög Haga skara fram úr.

Hvað þú munt gera:

  • Þróa hágæða lausnir til hagsbóta fyrir íslenska neytendur.
  • Vinna með teymi sem einsetur sér að bjóða upp á stafrænar lausnir fyrir smásölu og þjónustu.
  • Finna skapandi lausnir sem mæta þörfum viðskiptavina og innri notenda.
  • Gæðatrygging, kóðarýni og framþróun kerfa með nýjustu tækni og verkfærum.
  • Skjölun og viðhald öflugra bakendalausna í viðburðadrifnum (e. Event driven) arkitektúr.

Við leitum að liðsfélaga sem:

  • Hefur reynslu í bakendaþróun og sérstaklega af þróun í .Net
  • Er lausnamiðaður og með hæfni til að greina og leysa flóknar áskoranir á einfaldan hátt.
  • Er með hæfni til að vinna í teymum sem og getu til að takast á við verkefni sjálfstætt.
  • Hefur reynslu af uppsetningu og rekstri CI/CD ferla.
  • Er með sterkan skilning, eða er tilbúinn að læra, á nútímalegt þróunarumhverfi og er með áhuga á að nýta nýjustu tæknilausnir.

Fríðindi í starfi:

  • Tækifæri til að vera hluti af framsækinni stafrænni umbreytingu hjá leiðandi íslensku fyrirtæki.
  • Hvetjandi og skapandi vinnuumhverfi þar sem tækni og nýsköpun eru í fyrirrúmi.
  • Sveigjanlegur vinnutími og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
  • Aðgangur að sterkum teymum sem deila þekkingu og hjálpa til við faglegan vöxt.
  • Tækifæri til að móta stafræna framtíð Haga hf.

Við nálgumst teymisuppbyggingu með opnum hug og hvetjum því til umsóknar, hvort sem þú hefur reynslu af öllu ofangreindu eða telur þig einfaldlega geta vaxið til verksins.

Ef þú hefur metnað fyrir því að vinna í framsæknu og metnaðarfullu umhverfi, vonumst við eftir umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi (í einu skjali). Umsóknarfrestur er til og með 26. mars nk.

Vakin er athygli á því að unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.

Nánari upplýsingar veitir:
Kristján Pétur Sæmundsson, Brú Talent, [email protected]


Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur26. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Holtagarðar, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar