Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Baðvörður - Kópavogslaug

Baðvörður óskast í Kópavogslaug

Laust er til umsóknar hlutastarf við baðvörslu í búningsklefum kvenna. Um tímabundna ráðningu er að ræða.

Meginhlutverk er að hafa eftirlit með, leiðbeina og aðstoða baðgesti, auk þess að halda búningsklefum hreinum og snyrtilegum. Vinnutími er virka daga frá klukkan 10:00 til 14:00.

Kópavogslaug er staðsett í vesturbæ Kópavogs stutt frá Hamraborginni og er einn stærsti sundstaður landsins. Þar eru sundlaugar úti og inni ásamt heitum pottum og köldum, gufubaði og rennibrautum. Hjá lauginni starfa á fjórða tug manna við þjónustustörf og öryggisgæslu.

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Starfshlutfall er 55,6%.
  • Gott ef umsækjendur þurfa að geta hafið störf í byrjun janúar 2026, en er þó ekki skilyrði.
  • Um tímabundna ráðningu er að ræða, eða frá byrjun janúar til miðs júní 2026.

Menntunar- og hæfniskröfur.

  • Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og vera reglusamir samviskusamir, þolinmóðir, vinnusamir og þjónustulundaðir.
  • Hafa gaman af því að vinna með börnum
  • Starfið hentar ekki síður þeim sem eru komnir á og yfir miðjan aldur en þeim sem yngri eru.
  • Hreint sakavottorð.
  • Eingöngu konur koma til greina í starfið.
  • Mikilvægt er að upplýsingar um meðmælendur fylgi umsókn.
  • Starfið krefst nokkurrar íslenskukunnáttu.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt samningi Starfsmannafélags Kópavogs og Launanefndar sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar gefur Jakob Þorsteinnson, forstöðumaður, í netfanginu [email protected].

Fríðindi í starfi

Stytting vinnuviku, líkamsræktaraðstaða

Auglýsing birt2. desember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgarholtsbraut 17, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar