Ertu faglega sterkur leiðtogi ?

Austurkór Austurkór 1, 203 Kópavogur


Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra í leikskólanum Austurkór.

Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf og margvísleg verkefni. 

Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli í Kórahverfinu í Kópavogi. Skólastarfið  einkennist af flæðandi dagskipulagi, námslotum byggðum á gildi skólans, lýðræðislegum starfsaðferðum og útinámi. 

Aðstoðarskólastjóri er mikilvægur hluti af stjórnendateymi skólans og þarf því að vera faglega sterkur leiðtogi með mikla skipulagshæfni, óvissuþol og samskiptafærni. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Starfsmannaaðstaða er til fyrirmyndar og einkennist skólabragurinn af mikilli samvinnu, gleði og metnaði. Við horfum til uppeldissýnar Reggio Emilia og kenninga Vygotsky í starfsaðferðum okkar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun skilyrði
  • Framhaldsmenntun í stjórnun æskileg
  • Reynsla af starfi í leikskóla skilyrði
  • Reynsla af stjórnun og rekstri mikilvæg
  • Forystuhæfileikar og góð samskiptahæfni skilyrði
  • Góð tölvukunnátta

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og FSL.

Unnið er samkæmt starfslýsingum FSL (http://ki.is/kjaramal/kaup-kjor/kjarasamningar/felag-leikskolakennara#starfsl%C3%BDsingar)

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. 

Þeir sem eru ráðnir til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að skila inn sakavottorði.

Ef þú vilt vita meira, hafðu þá samband við Guðnýju Önnu leikskólastjóra í síma 441 5101 eða 898 9092.

Umsóknarfrestur:

25.08.2019

Auglýsing stofnuð:

08.08.2019

Staðsetning:

Austurkór 1, 203 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi