Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Árnastofnun auglýsir eftir vefstjóra.

Árnastofnun leitar að hugmyndaríkum og skapandi einstaklingi í starf vefstjóra með reynslu af markaðsmálum.

Áhersla er lögð á vefmál og miðlun stafrænna gagna stofnunarinnar. Eins er lögð áhersla á markaðssetningu m.a. með kynningu á sýningunni Heimur í orðum ásamt íslenskri tungu og menningu.

Árnastofnun stendur á spennandi tímamótum og hefur flutt í Eddu sem er nýr og glæsilegur vettvangur íslenskrar tungu, bókmennta, handrita og menningar. Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi og mun vefstjóri taka þátt í teymisvinnu þvert á svið stofnunarin

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tekur þátt í stefnumótun og þróunarstarfi á miðlunarsviði Árnastofnunar. 
  • Sér um íslenskar og enskar vefsíður stofnunarinnar og markaðskynningu þeirra. 
  • Tekur þátt í að hanna markaðsefni og markaðssetja sýninguna Heimur í orðum í Eddu.
  • Sér um að miðla upplýsingum um starfsemi stofnunarinnar, sýningu og viðburði.
  • Vinnur að því í samstarfi við starfsfólk stofnunarinnar að miðla rannsóknum fræðasviða hennar, íslenskusviðs og menningarsviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði markaðsmála, vefstjórnar eða stafrænnar miðlunar. 
  • Góð tölvuþekking og reynsla af vinnu við vefsíðugerð er nauðsynleg. 
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. 
  • Frjó og skapandi hugsun. 
  • Gott vald á íslensku og ensku er nauðsynlegt og æskilegt að viðkomandi hafi gott vald á einu Norðurlandamáli. 
  • Þekking á Drupal-vefumsjónarkerfinu og fréttabréfakerfinu Mailchimp er æskileg ásamt kunnáttu á Adobe InDesign, Photoshop og Illustrator. 
  • Grunnþekking á HTML, CSS og Javascript er kostur. 
Auglýsing birt17. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
DanskaDanska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Edda
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.DrupalPathCreated with Sketch.Email markaðssetningPathCreated with Sketch.FacebookPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.InstagramPathCreated with Sketch.JavaScriptPathCreated with Sketch.Leitarvélabestun (SEO)PathCreated with Sketch.MailchimpPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.RitstýringPathCreated with Sketch.Skilgreining markhópaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.VefforritunPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar