
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er háskólastofnun með sjálfstæðan fjárhag.
Hlutverk stofnunarinnar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum á sviði íslenskrar tungu, bókmennta og handrita. Hún hefur það hlutverk að miðla þekkingu á þeim fræðum ásamt því að varðveita og efla þau söfn sem henni eru falin.
Árnastofnun auglýsir eftir vefstjóra.
Árnastofnun leitar að hugmyndaríkum og skapandi einstaklingi í starf vefstjóra með reynslu af markaðsmálum.
Áhersla er lögð á vefmál og miðlun stafrænna gagna stofnunarinnar. Eins er lögð áhersla á markaðssetningu m.a. með kynningu á sýningunni Heimur í orðum ásamt íslenskri tungu og menningu.
Árnastofnun stendur á spennandi tímamótum og hefur flutt í Eddu sem er nýr og glæsilegur vettvangur íslenskrar tungu, bókmennta, handrita og menningar. Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi og mun vefstjóri taka þátt í teymisvinnu þvert á svið stofnunarin
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tekur þátt í stefnumótun og þróunarstarfi á miðlunarsviði Árnastofnunar.
- Sér um íslenskar og enskar vefsíður stofnunarinnar og markaðskynningu þeirra.
- Tekur þátt í að hanna markaðsefni og markaðssetja sýninguna Heimur í orðum í Eddu.
- Sér um að miðla upplýsingum um starfsemi stofnunarinnar, sýningu og viðburði.
- Vinnur að því í samstarfi við starfsfólk stofnunarinnar að miðla rannsóknum fræðasviða hennar, íslenskusviðs og menningarsviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði markaðsmála, vefstjórnar eða stafrænnar miðlunar.
- Góð tölvuþekking og reynsla af vinnu við vefsíðugerð er nauðsynleg.
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.
- Frjó og skapandi hugsun.
- Gott vald á íslensku og ensku er nauðsynlegt og æskilegt að viðkomandi hafi gott vald á einu Norðurlandamáli.
- Þekking á Drupal-vefumsjónarkerfinu og fréttabréfakerfinu Mailchimp er æskileg ásamt kunnáttu á Adobe InDesign, Photoshop og Illustrator.
- Grunnþekking á HTML, CSS og Javascript er kostur.
Auglýsing birt17. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Edda
Starfstegund
Hæfni
AuglýsingagerðDrupalEmail markaðssetningFacebookFrumkvæðiHugmyndaauðgiInstagramJavaScriptLeitarvélabestun (SEO)MailchimpMarkaðssetning á netinuRitstýringSkilgreining markhópaVandvirkniVefforritunVerkefnastjórnunÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri
Framvegis

Verkefnastjóri á verkefnastofu
Landspítali

Forstöðumaður framkvæmda og þróunar
atNorth

HR Business Partner
CCP Games

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Verkefnastjóri viðburða
Listahátíð í Reykjavík

Verkefnastjóri þátttöku barna
UNICEF á Íslandi

Flotastjóri
Skeljungur ehf

Vilt þú efla íslenskt hugvit? Sérfræðingur í háskóla- og vísindamálum
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Vilt þú vinna að framtíðinni? Sérfræðingur í gervigreind
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Verkefnastjóri í stafrænni þróun
Öryggismiðstöðin

Verkefnastjóri
Eimur