Atferlisíhlutun og frístundastarf

Arnarskóli Kópavogsbraut 5C, 200 Kópavogur


Arnarskóli auglýsir eftir háskólamenntuðu fólki í starf tengils og stuðningsfulltrúum

 

Tengill

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ábyrgð á umgjörð náms, einstaklingsáætlunar og frístundastarfs umsjónarnemanda í samvinnu við deildarstjóra og fagstjóra
 • Skráning og framvinda náms
 • Samskipti við foreldra og aðra fagaðila
 • Almenn kennsla og frístundastarf með nemendum

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi (t.d. Grunn- og leikskólakennarar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfar, sálfræði menntaðir, sérkennarar, tómstundafræðingar)
 • Góð samskiptafærni
 • Frumkvæði
 • Sveigjanleiki
 • Brennandi áhugi á vinnu með börnum
 • Góður skilningur á íslensku er nauðsynlegur

 
Stuðningsfulltrúi

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Almenn kennsla og frístundastarf með nemendum
 • Skráning hegðunar og námsframvindu
 • Samstarf með tenglum, deildarstjóra og fagstjórum
 • Ýmis tilfallandi verkefni sem tengjast námi og frístund nemenda

Hæfniskröfur

 • Góð samskiptafærni
 • Frumkvæði
 • Sveigjanleiki
 • Jákvæðni fyrir nýjum verkefnum
 • Brennandi áhugi á vinnu með börnum
 • Góður skilningur á íslensku er nauðsynlegur

Arnarskóli er sérskóli sem sinnir börnum með einhverfu og önnur þroskafrávik. Við leggjum ríka áherslu á að sníða nám og frístundastarf að þörfum hvers og eins nemanda og fjölskyldu hans. 
Okkur er umhugað að nemendur okkar upplifi öryggi og samfellu í námi og leik, og því bjóðum við upp á þjónustu allt árið.  Unnið er eftir aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar.

Þar sem nemendum okkar fjölgar vantar okkur bæði tengla og stuðningsfulltrúa. Við leitum að umhyggjusömu og metnaðarfullu starfsfólki til að vinna við þjálfun og kennslu barna með einhverfu og önnur þroskafrávik, ásamt því að taka þátt í uppbyggingu og þróun á nýjum skóla.  

Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu sína á hagnýtri atferlisgreiningu í starfi með börnum. 

 

Auglýsing stofnuð:

11.06.2019

Staðsetning:

Kópavogsbraut 5C, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi