
App forritari
Hagar hf., eitt stærsta fyrirtæki í smásölu á Íslandi, er að byggja upp stafræna framtíð sína og leitar nú að hæfileikaríkum app forritara sem hefur brennandi áhuga á að vinna í nútímalegu umhverfi.
Hjá Högum kappkostum við að þróa stafrænar lausnir sem bæta þjónustu við viðskiptavini auk þess að auka skilvirkni í rekstri samstæðunnar. Þannig stuðlum við að því að tryggja viðskiptavinum okkar í senn besta mögulega vöruverð og jákvæðustu notendaupplifunina.
Ef þú brennur fyrir að búa til notendavænar og snjallar app lausnir í React Native og vilt leggja þitt af mörkum til nýsköpunar, þá viljum við heyra frá þér!
Hvað þú munt gera:
- Þróa hágæða öpp til hagsbóta fyrir íslenska neytendur.
- Vinna með teymi sem einsetur sér að bjóða upp á stafrænar lausnir fyrir smásölu og þjónustu.
- Finna skapandi lausnir sem mæta þörfum viðskiptavina og innri notenda.
- Tryggja gæði kóða og fagleg vinnubrögð í þróunarferli.
- Bregðast við breytingum hratt og skilvirkt í samræmi við Agile aðferðafræði.
Við leitum að liðsfélaga sem:
- Hefur reynslu í app forritun og sérstaklega í notkun React Native.
- Er lausnamiðaður og með hæfni til að greina og leysa flóknar áskoranir á einfaldan hátt.
- Hefur góða tækniþekkingu og fylgist vel með nýjungum í þróun appa.
- Sýnir sjálfstæði, frumkvæði og hefur metnað fyrir faglegum vinnubrögðum.
- Hefur brennandi áhuga á notendaupplifun og góðan skilning á mikilvægi hönnunar í öppum
Við bjóðum þér:
- Tækifæri til að vera hluti af framsækinni stafrænni umbreytingu hjá leiðandi íslensku fyrirtæki
- Hvetjandi og skapandi vinnuumhverfi þar sem tækni og nýsköpun eru í fyrirrúmi.
- Sveigjanlegur vinnutími og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Aðgangur að sterkum teymum sem deila þekkingu og hjálpa til við faglegan vöxt.
- Tækifæri til að móta stafræna framtíð Haga hf.
Við nálgumst teymisuppbyggingu með opnum hug og hvetjum því til umsóknar, hvort sem þú hefur reynslu af öllu ofangreindu eða telur þig einfaldlega geta vaxið til verksins.
Ef þú hefur metnað fyrir því að vinna í framsæknu og metnaðarfullu umhverfi, vonumst við eftir umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi (í einu skjali). Umsóknarfrestur er til og með 26. mars nk.
Vakin er athygli á því að unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.
Nánari upplýsingar veitir:
Kristján Pétur Sæmundsson, Brú Talent, [email protected]













