Almenn umsókn
Frístundaleiðbeinendur og stuðningsstarfsmenn
Ert þú barngóður, jákvæður og ábyrgur einstaklingur?
Hjá frístundaþjónustu Árborgar eru starfrækt fimm frístundaheimili fyrir börn í 1. - 4. bekk.
Frístundaheimilin eru hluti af frístundamiðstöð Árborgar og starfa eftir einkunarorðum hennar sem eru Fjölbreytileiki - Traust - Samvinna – Gleði.
Vinnutími í frístund er eftir hádegi og starfshlutfall á bilinu 35-50%. Vinna sem hentar einnig vel fyrir skólafólk.
Hjá frístundaþjónustu Árborgar eru einnig starfræktir þrír frístundaklúbbar, félagsmiðstöð og ungmennahús.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.