
Alma íbúðarfélag
Alma er sjálfstætt fasteignafélag í eigu Langasjávar ehf. Félagið á og rekur tæplega 1.100 íbúðir sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um landið.
Hlutverk Ölmu er að fjárfesta í, reka og annast útleigu á íbúðarhúsnæði til einstaklinga. Jafnframt býður félagið stærri fjárfestum á íbúðamarkaði alhliða þjónustu við umsjón leiguíbúða, svo sem við auglýsingar, val á leigutökum, skjalagerð og umsjón með innheimtu og viðhaldi fasteigna.
Stefna Ölmu er að bjóða viðskiptavinum sínum upp á öruggt og vandað leiguhúsnæði, hátt þjónustustig og sveigjanleika, í því skyni að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri, fjölskylduvænni og traustari.
Alma íbúðafélag, þjónustufulltrúi
Alma íbúðafélag óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í fullt starf. Starfið felur í sér almenna þjónustu við viðskiptavini Ölmu. Starfsmaður ber ábyrgð á símsvörun og svörun innsendra erinda viðskiptavina. Almenn leiguumsýsla, umsón með gerð og skráningu leigusamninga og sýningar á íbúðum. Ásamt almennum skrifstofustörfum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Símsvörun.
Aðstoð viðskiptavina Ölmu í móttöku.
Svörun innsendra erinda vegna þjónustu og viðhalds.
Almenn leiguumsýsla og umsjón með gerð og skráningu leigusamninga.
Þjónusta við viðskiptavini.
Sýningar á íbúðum félagsins.
Almenn skrifstofustörf.
Önnur verkefni sem starfsmanni er falið.
Menntunar- og hæfniskröfur
Lágmarkskrafa er framhaldsskólapróf.
Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa frumkvæði og búa yfir góðri aðlögunarhæfni.
Krafa um mikla hæfni í mannlegum samskiptum.
Framúrskarandi íslenskukunnátta og góð færni í ensku.
Færni í að meta upplýsingar og taka rökréttar ályktarnir.
Færni í skipulagningu- og forgangsröðun.
Færni í tölvunotkun, þ.á.m. færni í notkun ritvinnsluforrita og tölvupóstssamskiptum.
Bílpróf.
Starfstegund
Staðsetning
Sundagarðar 8, 104 Reykjavík
Hæfni
FrumkvæðiÖkuréttindiSamningagerðSamskipti með tölvupóstiSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Bókari hjá Fjölni
Ungmennafélagið Fjölnir
Verkefnastjóri á hjúkrunardeild - Hafnarfjörður
Hrafnista
Bókunarfulltrúi - Söludeild Keahótela
Söluskrifstofa Keahótela
Neyðarverðir
Neyðarlínan
Þjónustufulltrúi flug og sjósendinga
Icelogic ehf
Þjónustufulltrúi hjá 66°Norður
66°North
Starfsmaður í innkaupadeild
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Stöðuvörður
Umhverfis- og skipulagssvið
Accountant
LS Retail
Þjónustufulltrúi í Þjónustuver BAUHAUS
BAUHAUS slhf.
Finance Manager
Höfði Lodge Hótel
Starf við rannsóknir - starfsstöð á Ísafirði
HafrannsóknastofnunMá bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.