Alma íbúðarfélag
Alma íbúðarfélag
Alma er sjálfstætt fasteignafélag í eigu Langasjávar ehf. Félagið á og rekur tæplega 1.100 íbúðir sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um landið. Hlutverk Ölmu er að fjárfesta í, reka og annast útleigu á íbúðarhúsnæði til einstaklinga. Jafnframt býður félagið stærri fjárfestum á íbúðamarkaði alhliða þjónustu við umsjón leiguíbúða, svo sem við auglýsingar, val á leigutökum, skjalagerð og umsjón með innheimtu og viðhaldi fasteigna. Stefna Ölmu er að bjóða viðskiptavinum sínum upp á öruggt og vandað leiguhúsnæði, hátt þjónustustig og sveigjanleika, í því skyni að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri, fjölskylduvænni og traustari.

Alma íbúðafélag, þjónustufulltrúi

Alma íbúðafélag óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa í fullt starf. Starfið felur í sér almenna þjónustu við viðskiptavini Ölmu. Starfsmaður ber ábyrgð á símsvörun og svörun innsendra erinda viðskiptavina. Almenn leiguumsýsla, umsón með gerð og skráningu leigusamninga og sýningar á íbúðum. Ásamt almennum skrifstofustörfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Símsvörun.
Aðstoð viðskiptavina Ölmu í móttöku.
Svörun innsendra erinda vegna þjónustu og viðhalds.
Almenn leiguumsýsla og umsjón með gerð og skráningu leigusamninga.
Þjónusta við viðskiptavini.
Sýningar á íbúðum félagsins.
Almenn skrifstofustörf.
Önnur verkefni sem starfsmanni er falið.
Menntunar- og hæfniskröfur
Lágmarkskrafa er framhaldsskólapróf.
Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa frumkvæði og búa yfir góðri aðlögunarhæfni.
Krafa um mikla hæfni í mannlegum samskiptum.
Framúrskarandi íslenskukunnátta og góð færni í ensku.
Færni í að meta upplýsingar og taka rökréttar ályktarnir.
Færni í skipulagningu- og forgangsröðun.
Færni í tölvunotkun, þ.á.m. færni í notkun ritvinnsluforrita og tölvupóstssamskiptum.
Bílpróf.
Auglýsing stofnuð14. september 2023
Umsóknarfrestur1. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Sundagarðar 8, 104 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.