Sérkennslustjóri - leikskólinn Álfatún

Álfatún Álfatún 2, 200 Kópavogur


Leikskólinn Álfatún er 5 deilda leikskóli á besta stað í Fossvoginum. Í leikskólanum eru 80 börn á aldrinum 1 - 6 ára.

Áherslur okkar eru málrækt - hreyfing og skapandi starf í gegnum leik.  Áhugi okkar snýr að skapandi hugsun, menningu, dalnum okkar og umhverfisvernd.

Við leggjum áherslu á góðan starfsanda þar sem áhersla er lögð á liðsheild, heilsuvernd, jákvæð samskipti og lausnamiðaða hugsun.

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem hefur metnað fyrir starfinu.  Eitt  meginverkefnið er að vera faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla

Ráðningarhlutfall og tími

Ráðningartími er frá 1. sepptember eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 50% -100%.

 Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða önnur uppeldismenntun
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Reynsla af skipulagningu sérkennslu og þjálfun

Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingu Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að veita heimild til að aflað sé upplýsinga úr sakavottorði.

Upplýsingar um leikskólann Álfatún og skólastarfið er að finna á http://alfatun.kopavogur.is/

Nánari upplýsingar gefur Linda Björk Ólafsdóttir leikskólastjóri sími 4415501.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

 

 

Umsóknarfrestur:

15.08.2019

Auglýsing stofnuð:

02.08.2019

Staðsetning:

Álfatún 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi