Deildarstjóri í leikskólann Álfatún

Álfatún Álfatún 2, 200 Kópavogur


Leikskólinn Álfatún er fimm deilda leikskóli á besta stað í Fossvoginum. Í leikskólanum eru 80 börn á aldrinum eins til sex ára.  Áherslur okkar eru málrækt, hreyfing og skapandi starf  í gegnum leik.  Áhugi okkar snýr að lýðræðismenntun, skapandi hugsun, menningu, dalnum okkar og umhverfisvernd. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda þar sem liðsheild, heilsuvernd, jákvæð samskipti og lausnamiðuð hugsun ræður ríkjum.

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Ráðningartími er frá 1. september eða eftir samkomulagi.
  • Starfshlutfall er 100%.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum 
  • Gott vald á íslensku

 

Unnið er samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara /Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Upplýsingar um leikskólann Álfatún og skólastarfið er að finna á http://alfatun.kopavogur.is/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. 

Upplýsingar gefur Linda Björk Ólafsdóttir leikskólastjóri í

síma 441 5501.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. 

 

 

 

Umsóknarfrestur:

15.08.2019

Auglýsing stofnuð:

02.08.2019

Staðsetning:

Álfatún 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi