Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Bifröst

Akademísk staða í viðskiptafræði

Háskólinn á Bifröst leitar að virkum akademískum starfsmanni í 50-100% stöðu við viðskiptadeild háskólans, en starfshlutfallið er skv. samkomulagi. Við leitum að einstaklingi með metnað og áhuga á að taka virkan þátt í þróun kennslu og rannsókna við deildina sérstaklega á sviði mannauðsstjórnunar, verkefnastjórnunar og/eða sjálfbærnistjórnunar. Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á samþættingu fræða og framkvæmdar í kennslu og er leiðandi í þróun stafræns fjarnáms á háskólastigi hér á landi. Háskólinn á Bifröst er með starfsstöðvar í Reykjavík og á Hvanneyri.

Helstu verkefni og ábyrgð

Kennsla á fræðasviðinu

Leiðbeining í lokaritgerðum

Rannsóknir, fræðastörf á fræðasviðinu og umsóknir í rannsóknarsjóði

Þátttaka í stefnumótun og stjórnun

Menntunar- og hæfniskröfur

Framhaldsmenntun á háskólastigi á fræðasviðinu, doktorspróf er kostur

Kennslureynsla á háskólastigi

Rannsóknareynsla

Reynsla af uppbyggingu og mótun námskeiða er kostur

Reynsla af stjórnun á háskólastigi er kostur

Góð reynsla og tengsl innan atvinnulífs

Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund

Leiðtoga- og skipulagsfærni

Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti

Auglýsing stofnuð21. apríl 2024
Umsóknarfrestur12. maí 2024
Staðsetning
Hvanneyri, 311 Hvanneyri
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar