
Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Bifröst hefur í meira en hálfa öld menntað fólk til áhrifa og ábyrgðar í íslensku samfélagi. Háskólinn leggur áherslu á samþættingu fræða og framkvæmdar og hefur verið leiðandi hér á landi í uppbyggingu og þróun stafrænnnar menntunar á háskólastigi.

Akademísk staða í viðskiptadeild
Háskólinn á Bifröst leitar að akademískum starfsmanni í 50-100% stöðu við viðskiptadeild Háskólans. Við leitum að einstaklingi með metnað og áhuga á að taka virkan þátt í þróun kennslu og rannsókna við deildina sérstaklega á sviði verkefnastjórnunar eða skyldum greinum. Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á samþættingu fræða og framkvæmdar í kennslu og er leiðandi í þróun stafræns fjarnáms á háskólastigi hér á landi. Háskólinn á Bifröst er með starfsstöðvar í Reykjavík og á Hvanneyri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla á fræðasviðinu
- Rannsóknir, fræðastörf á fræðasviðinu og umsóknir í rannsóknarsjóði
- Þátttaka í samfélagslegri umræðu á fræðasviðinu
- Þátttaka í stefnumótun og stjórnun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framhaldsmenntun á háskólastigi á sviði verkefnastjórnunar, breytingastjórnunar eða verkfræði, doktorspróf er æskilegt
- Kennslureynsla á háskólastigi
- Rannsóknareynsla
- Reynsla og þekking á leiðtogahæfni og þekking á notkun AI er kostur
- Reynsla af uppbyggingu og mótun námskeiða er kostur
- Reynsla af stjórnun á háskólastigi er kostur
- Góð reynsla og tengsl innan atvinnulífs
- Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og skipulagsfærni
- Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti
Auglýsing birt24. mars 2025
Umsóknarfrestur10. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Bifröst skóli 134783, 311 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
KennslaLeiðtogahæfniMannleg samskiptiRannsóknirVerkefnastjórnunÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)

Þroskaþjálfar
Vallaskóli, Selfossi

Hönnunar- og smíðakennari
Vallaskóli, Selfossi

Umsjónar- og faggreinakennarastöður
Vallaskóli, Selfossi

Viltu starfa við svefnrannsóknir og meðferð svefnsjúkdóma?
Landspítali

Starfsmaður á rannsóknarstofu
Malbikunarstöðin Höfði hf

Sumarstarfsmaður á rannsóknarstofu GAJA
SORPA bs.