Áhugavert starf - Heilbrigðisritari/skrifstofumaður á hjartadeild
Við sækjumst eftir metnaðarfullum og færum einstaklingi til starfa sem heilbrigðisritari/skrifstofumaður og jafnframt umsjónarmaður á hjartadeild Landspítala. Ef þú ert lausnamiðaður, þjónustulipur og með góða samskiptahæfni þá gæti þetta hentað þér. Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reynds starfsfólks og gott starfsumhverfi.
Hjartadeild Landspítala er eina sérhæða hjartadeildin á landinu. Deildin veitir fjölbreytta þjónustu sem nær yfir greiningar, meðferðir og eftirfylgni fyrir hjartasjúklinga. Á Hjartadeild fer fram öflug starfsemi og starfar þar öflugt teymi sérfræðinga á sviði hjartasjúkdóma. Við leggjum mikla áherslu á teymisvinnu með það í huga að byggja upp skemmtilegan vinnustað með möguleika á að taka þátt í daglegri umbótavinnu samhliða hefðbundnum störfum. Lögð er rík áhersla á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart skjólstæðingum og samstarfsfólki.
Við bjóðum:
- Starfshlutfall er 100% , virka daga
- Áherslu á öryggi og samvinnu teyma
- Framúrskarandi aðlögun fyrir nýtt starfsfólk
- Laun samkvæmt kjarasamningi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Sameyki
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.