Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Áhugaverð tæknistörf við framkvæmdir á Vestursvæði

Hefur þú áhuga á því að hanna og undirbúa stórar sem smáar vegaframkvæmdir eða brennur þú fyrir framkvæmdum?

Við leitum að nýjum liðsmönnum í öflug teymi Vestursvæðis með möguleika á starfsstöð á svæðismiðstöðinni í Borgarnesi eða á Ísafirði.

Teymin hafa umsjón og eftirlit með framkvæmdum í vegagerð. Störfin fela í sér ferðalög og þurfa umsækjendur að vera tilbúnir til að sinna verkefnum á starfssvæðinu öllu, sem nær um Vesturland og Vestfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð

Tæknideild sér um hönnun og undirbúning þeirra verka sem tilheyra svæðinu ásamt skipulagsmálum og umferðaröryggismálum. 

  • Hönnun og undirbúningur viðhalds- og nýframkvæmda
  • Gerð útboðs- og verklýsinga
  • Umsjón með hönnun og undirbúningi
  • Mælingar tengdar framkvæmdum og undirbúningi verka

Umsjónardeild hefur umsjón og eftirlit með þeim framkvæmdum sem tilheyra svæðinu ásamt viðhaldi bundinna slitlaga, styrkingar og endurbætur ásamt efnisvinnslu. 

  • Umsjón og eftirlit með nýframkvæmdum og viðhaldi vega á öllu Vestursvæði
  • Rýni útboðsgagna í nýframkvæmdum
  • Skýrslugerð tengd framkvæmdum og viðhaldi
  • Mælingar tengdar framkvæmdum og undirbúningi verka
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Verk- eða tæknimenntun æskileg
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp 
  • Góðir samstarfshæfileikar og þjónustulund 
  • Gott vald á íslensku og ensku 
  • Öryggisvitund
Auglýsing stofnuð28. febrúar 2024
Umsóknarfrestur13. mars 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Borgarbraut 66, 310 Borgarnes
Dagverðardalur 1, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar