Birta lífeyrissjóður
Birta lífeyrissjóður
Birta lífeyrissjóður

Áhættustjóri

Við leitum að framsýnni manneskju með yfirgripsmikla þekkingu á áhættustjórnun, sem býr yfir reynslu og þekkingu á viðfangsefninu. Áhættustjóri hefur forystu um framþróun um áhættustýringarstefnu og skýrslugerð til fjölbreyttra hagaðila.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með skipulagi og framkvæmd áhættustýringar og innra eftirlits.
  • Umsjón með mótun áhættustýringarstefnu.
  • Eftirlit með áhættustefnu og áreiðanleika gagna.
  • Gerð skýrslna og annara gagna fyrir stjórn, stjórnendur og eftirlitsaðila.
  • Heildarsýn yfir verkferla, áhættumöt, skýrslur innri endurskoðanda og innri úttektir.
  • Utanumhald eftirlitskerfis og þátttaka í umbótaverkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur.
  • Hæfni í að greina tölulegar upplýsingar og setja þær fram með skipulögðum hætti.
  • Reynsla af greiningarvinnu og/eða áhættustýringu sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af gagnavinnslu og viðskiptagreindartólum (s.s. Power BI og Tableau).
  • Reynsla af fjármálamarkaði og/eða þekking á lífeyrisstarfsemi er kostur.
  • Frumkvæði, metnaður og drifkraftur.
  • Sjálfstæði, fagleg og öguð vinnubrögð.
  • Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni.
  • Hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt7. október 2024
Umsóknarfrestur20. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Sundagarðar 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar