AFS á Íslandi
AFS á Íslandi
AFS á Íslandi

AFS á Íslandi leitar að öflugum markaðs- og tengslastjóra samtakanna

Við leitum að drífandi, skipulögðum og mannlegum einstaklingi, sem brennur fyrir alþjóðlegt samstarf, samskipti og sjálfboðaliðastarf. Einhverjum sem vill hafa jákvæð áhrif á ungmenni og samfélagið í heild sinni og hefur innsýn og skilning í gildi og mikilvægi menntunar og víðsýni í nútímasamfélagi. Óhætt er að segja að starfið feli í sér fjölbreytt samskipti og samstarf, bæði hér á landi og erlendis.

Um tímabundið starf til 12 mánaða er að ræða, með möguleika á framlengingu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppbygging og innleiðing á markaðs- og kynningarstefnu AFS á Íslandi í þeim tilgangi að auka sýnileika og áhrif samtakanna.  
  • Uppbygging og viðhald tengsla við hagsmunaðila, svo sem stjórnvöld, aðrar stofnanir og fyrirtæki.  
  • Uppbygging og viðhald á samstarfi og samskiptum við framhalds- og grunnskóla. 
  • Stöðug þróun og uppbygging sjálfboðaliðanets AFS á Íslandi með áherslu á framtíðarsýn, virkni og hvatningu sjálfboðaliða. 
  • Þátttaka í evrópsku samstarfi og umsýslu tengdri styrkjum og þróunarverkefnum á sviði ungmennastarfs og þátttöku sjálfboðaliða, m.a. Erasmus + verkefnum. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Brennandi áhugi á menntunarmálum, málefnum ungmenna og fjölmenningu. 
  • Reynsla og þekking á markaðsmálum, notkun samfélagsmiðla og almennri miðlun, gerð markaðs- og samskiptaáætlana.  
  • Brennandi áhugi á fólki og uppbyggingu tengslaneta. 
  • Þekking eða reynsla af Erasmus + eða öðrum ungmennaverkefnum Evrópu er kostur. 
  • Reynsla af félagsstarfi og/eða sjálfboðaliðastarfi.
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði skrifleg og munnleg. 
  • Mjög góðir hæfileikar í gerð og framsetningu kynningarefnis. 
  • Skilvirkni og frumkvæði, ásamt sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum. 
Fríðindi í starfi

AFS á Íslandi býður sveigjanlegt og lifandi vinnuumhverfi, með samfélagslegan tilgang.  AFS á Íslandi er skilgreint sem félag til almannaheilla. Starfsmenn og sjálfboðaliðar hafa tækifæri til að hafa uppbyggjandi áhrif á líf ungs fólks og samtökin bjóða upp á markvissa og fjölbreytta þjálfun bæði hérlendis og erlendis, sem og margvíslegt samstarf og samskipti á alþjóðavísu. 

Á skrifstofu AFS á Íslandi er vinnutungumálið enska, enda eru margir sjálfboðaliðar samtakanna ekki íslenskumælandi.

Auglýsing birt30. júní 2025
Umsóknarfrestur15. júlí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Sóltún 20, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almannatengsl (PR)PathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.ÍmyndarsköpunPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.InstagramPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MarkaðsrannsóknirPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Skilgreining markhópaPathCreated with Sketch.Textagerð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar