Skólamatur
Skólamatur
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum og ferskum mat, elduðum frá grunni fyrir leik- og grunnskóla. Skólamatur ehf. var stofnað í janúar 2007. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar matreiðslumeistara sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri. Hjá Skólamat starfa um 120 starfsmenn. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í 5 ár eða lengur hjá fyrirtækinu. Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Við leggjum áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi. Markmið Skólamatar er að ráða, efla og halda hæfu og reynslumiklu starfsfólki. Gildi Skólamatar eru: Jákvæðni, fjölskylda og virðing.
Skólamatur

Afleysingastarf í mötuneytum

Viltu vinna fyrir mikilvægasta fólkið?

Afleysingastarf í mötuneytum leik- og grunnskóla.

Skólamatur leitar að jákvæðu og hressu starfsfólki til að sinna afleysingum í mötuneytum sínum í leik- og grunnskólum á þjónustusvæðum sínum.

Vinnutími starfsmanns er að jafnaði frá kl:8:00-16:00 eða frá 7:00-15:00. Aðeins er unnið á virkum dögum.

Starfið felst í að leysa af ef upp koma veikindi eða önnur forföll og starfsmaður aðstoðar við undirbúning fyrir hádegismáltíðir, afgreiðslu máltíða og frágang ásamt uppvask og létt þrif í eldhúsi.

Þar sem starfsstöðin getur verið mismunandi eftir dögum er nauðsynlegt að umsækjandi sé með bílpróf og bíl til umráða.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.
  • Jákvæðni, sveigjanleiki, snyrtimennska, stundvísi og lausnamiðuð hugsun skilyrði.

Umsækjendur eru beðnir að skila inn ferilskrá með upplýsingum um reynslu/menntun og fyrri störf.

Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.

Óskað er eftir að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist í gegnum Alfreð-ráðingakerfið.

Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið.

Auglýsing stofnuð15. mars 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Iðavellir 3, 230 Reykjanesbær
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Stundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.