

Afleysingastarf í mötuneytum
Viltu vinna fyrir mikilvægasta fólkið?
Afleysingastarf í mötuneytum leik- og grunnskóla.
Skólamatur leitar að jákvæðu og hressu starfsfólki til að sinna afleysingum í mötuneytum sínum í leik- og grunnskólum á þjónustusvæðum sínum.
Vinnutími starfsmanns er að jafnaði frá kl:8:00-16:00 eða frá 7:00-15:00. Aðeins er unnið á virkum dögum.
Starfið felst í að leysa af ef upp koma veikindi eða önnur forföll og starfsmaður aðstoðar við undirbúning fyrir hádegismáltíðir, afgreiðslu máltíða og frágang ásamt uppvask og létt þrif í eldhúsi.
Þar sem starfsstöðin getur verið mismunandi eftir dögum er nauðsynlegt að umsækjandi sé með bílpróf og bíl til umráða.
Hæfniskröfur:
- Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
- Jákvæðni, sveigjanleiki, snyrtimennska, stundvísi og lausnamiðuð hugsun skilyrði.
Umsækjendur eru beðnir að skila inn ferilskrá með upplýsingum um reynslu/menntun og fyrri störf.
Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.
Óskað er eftir að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist í gegnum Alfreð-ráðingakerfið.
Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið.











