Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Vogar

Afleysing– Karlkyns starfsmaður– Sumarstarf – Íþróttamiðstöð

Óskað er erftir karlkyns starfsmanni til að sinna afleysingum og sumarafleysingum í Íþróttamiðstöðinni í Vogum.


Íþróttamiðstöðin er opin frá kl. 6:30-21:00 á virkum dögum (nema á föstudögum lokar kl. 20:00) og 10:00-16:00 um helgar. Unnið er á tveimur vöktum virka daga og einni vakt um helgar.


Allir starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar fá námskeið í fyrstu hjálp, björgun í vatni og laugavörslu á vegum Rauða Kross Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð

•    Starfsemin gengur fyrst og fremst út á laugavörslu en einnig öryggis- og baðvörslu í búningsklefum, þrif, afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini. 
•    Taka á móti, koma áfram og leysa úr ábendingum sem berast frá viðskiptavinum.

Menntunar- og hæfniskröfur

•    Starfsfólk þarf að hafa náð 18 ára aldri. 
•    Góð sundkunnátta er áskilin og þurfa laugarverðir að standast sundpróf skv. reglugerð um öryggi á sundstöðum. 
•    Góð íslenskukunnátta.
•    Jákvæðni, stundvísi, samstarfshæfni, reglusemi, vinnusemi, samviskusemi og góð þjónustulund.
•    Íþróttamiðstöðin í Vogum er reyklaus vinnustaður. 

Auglýsing birt23. janúar 2025
Umsóknarfrestur6. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hafnargata 17, 190 Vogar
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar