Langanesbyggð
Langanesbyggð
Langanesbyggð

Afleysing í eldhús

Hjúkrunarheimilið Naust óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingu í eldhús.

Naust er hjúkrunar- og dvalarheimili með rými fyrir 14 íbúa, staðsett á Þórshöfn í Langanesbyggð

Við leggjum áherslu á að hafa heimilislegt andrúmsloft. Hjá okkur starfar flottur hópur starfsfólks sem í heild sinni sér til þess að hér er mjög notalegt að vera.

Óskað er eftir einstakling í almenn eldhússtörf í eldhúsið hjá Naust í sumarafleysingu. Unnið er samkvæmt vaktaplani og eru verkefnin af ýmsum toga.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 18 ára aldri
  • Jákvæðni og vinnusemi
  • Sjálfstæði og stundvísi
  • Góð færni í samskiptum
  • Kunnátta til að elda mat sem hæfir íbúum Nausts
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreitt húsnæði
Auglýsing birt15. apríl 2025
Umsóknarfrestur10. maí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Mjög góð
Staðsetning
Langanesvegur 3B, 680 Þórshöfn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar