Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.
Afgreiðslustjóri á Patreksfirði
Við leitum að þjónustuliprum og drífandi einstaklingi í starf afgreiðslustjóra á starfsstöð Eimskips á Patreksfirði.
Um fullt starf er að ræða og er reglubundinn vinnutími frá kl. 8-16 virka daga. Æskilegt er að viðkomandi sé reiðubúinn að vinna yfirvinnu þegar þörf er á.
Afgreiðslustjóri er hluti af stjórnendateymi Eimskips á Vestfjörðum, en þar starfar öflugur hópur fólks í fjölbreyttum störfum við þjónustu til viðskiptavina í innanlandsflutningum sem og í inn- og útflutningi á svæðinu.
Við hvetjum öll kyn til að sækja um starfið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almennur rekstur og starfsmannahald
- Vöruafgreiðsla og vörudreifing
- Þjónusta við viðskiptavini
- Tilboðsgerð
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
- Þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Lyftararéttindi (J) er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Frumkvæði, stundvísi og almennt hreysti
Fríðindi í starfi
- Öflugt Starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
- Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur13. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaMjög góð
ÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hafnarsvæði, 450 Patreksfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Starf í fjárreiðudeild
Samskip
Aðstoðardeildarstjóri sjúkraþjálfunar - Hraunvangur
Hrafnista
Verkefnastjóri í opinberum innkaupum
Vegagerðin
Hjúkrunardeildarstjóri á verkjamiðstöð
Landspítali
Accountant & Office Assistant (Part-time)
WiseFish ehf.
Starf á Fjármálasviði
Cargow Thorship
Birgðarstjóri á rekstrardeild
Vegagerðin
Þjónusta og tollskrárgerð
Cargow Thorship
Verkefnastjóri nemendaskrár
Háskólinn á Bifröst
Lögmaður með málflutningsréttindi
BPO innheimta
Áhugavert skrifstofustarf á Brjóstamiðstöð
Landspítali
Flight Deck Coordinator
Air Atlanta Icelandic