Eimskip
Eimskip
Eimskip

Afgreiðslustjóri á Patreksfirði

Við leitum að þjónustuliprum og drífandi einstaklingi í starf afgreiðslustjóra á starfsstöð Eimskips á Patreksfirði.

Um fullt starf er að ræða og er reglubundinn vinnutími frá kl. 8-16 virka daga. Æskilegt er að viðkomandi sé reiðubúinn að vinna yfirvinnu þegar þörf er á.

Afgreiðslustjóri er hluti af stjórnendateymi Eimskips á Vestfjörðum, en þar starfar öflugur hópur fólks í fjölbreyttum störfum við þjónustu til viðskiptavina í innanlandsflutningum sem og í inn- og útflutningi á svæðinu.

Við hvetjum öll kyn til að sækja um starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almennur rekstur og starfsmannahald
  • Vöruafgreiðsla og vörudreifing
  • Þjónusta við viðskiptavini
  • Tilboðsgerð
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
  • Þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Lyftararéttindi (J) er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Frumkvæði, stundvísi og almennt hreysti
Fríðindi í starfi
  • Öflugt Starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
  • Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur13. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hafnarsvæði, 450 Patreksfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar