Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg

Afgreiðslustarf í Dalslaug

Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkur (MÍR) óskar eftir starfsmanni, sem hefur ánægju af því að umgangast og þjónusta viðskiptavini, til starfa í móttöku Dalslaugar.

Dalslaug er í Úlfarsárdal, en þar er einnig bókasafn, skóli, félagsmiðstöð og FRAM til húsa.

Laugin opnaði 2021.

Um er að ræða 80% starf í sumar, með möguleika á framlengingu til áramóta.

Helstu verkefni og ábyrgð
Taka á móti gestum og veita upplýsingar um þjónustu hússins og laugarinnar
Leiðbeina gestum eftir því sem við
Eftirfylgni með umgengnisreglum
Vörusala
Umsjón með birgðum
Þrif og góð umgengni
Menntunar- og hæfniskröfur
Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri á árinu og hafa íslenskukunnáttu á stigi A2-B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Umsækjendur verða að eiga gott með að umgangast fólk, hafa góða þjónustulund og vera stundvísir
Umsækjendur verða að standast hæfnispróf laugarvarða sbr. reglugerð fyrir sundstaði
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar er skilyrði
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sameykis
Auglýsing stofnuð30. maí 2023
Umsóknarfrestur14. júní 2023
Staðsetning
Úlfarsbraut 122-124, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar