
Afgreiðsla í verslun
Klukkan úra- og skartgripaverslun leitar að starfsmanni í verslun.
Í Kringlunni og á Nýbýlavegi 10
* Fullt starf sem og hlutastarf *
Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum og duglegum starfsmanni til að sinna afgreiðslu og sölustarfi ásamt því að taka til pantanir viðskiptavina. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt.
Klukkan er fjölskyldufyrirtæki sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu ásamt því að reka öfluga vefverslun. Við leitum að drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á úrum, skartgripum og gjafavörum.
Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf
Fullt starf: Miðast við vinnu á virkum dögum sem og helgum.
Hlutastarf: Miðast við ca tvo virka daga í viku og helgar.
Starfshlutfall er umsemjanlegt.
Verslunin er á Nýbýlavegi 10 í glæsilegu verslunarrými og önnur verslun opnar í Kringlunni í nóvember.
Starfsmenn Klukkunnar munu vinna á báðum starfsstöðum.











