
Enterprise Rent-a-car
Enterprise er alþjóðleg bílaleiga sem starfar í 90 löndum með 9.900 sölustaði um allan heim og er stærsta bílaleiga í heimi.
Enterprise Rent-A-Car hóf starfsemi á Íslandi árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. Félagið er í dag með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu á 2 útleigustöðvum í Reykjavík og Reykjanesbæ. Hjá Enterprise starfa fjölda starfsmanna sem leggja sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu.
Enterprise Rent-A-Car á Íslandi starfar undir Icelandia sem er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki í skipulagningu og rekstri ferða um Ísland. Yfir 600 manns starfa hjá Icelandia.

Afgreiðsla á bílaleigu Enterprise
Enterprise bílaleiga leitar að lausnamiðuðum og áreiðanlegum einstaklingi til starfa í afgreiðslu fyrirtækisins í Keflavík. Starfið felur í sér afgreiðslu viðskiptavina, útleigu, móttöku og skoðun bifreiða. Unnið er skv. 2-2-3 vaktafyrirkomulagi og er vinnutíminn frá 6:30-18:00.
Enterprise bílaleiga er hluti af Ferðaskrifstofu Icelandia sem er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn þjónusta við viðskiptavini.
- Leigja út og taka á móti bílum.
- Sala meðferðis útleigu, t.d. tryggingar.
- Athugun á ástandi bifreiða við afhendingu og skil.
- Svara fyrirspurnum viðskiptavina í gegnum síma og tölvupóst.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.
- Jákvætt og lausnamiðað viðhorf.
- Grunnþekking á virkni bifreiða.
- Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er skilyrði.
- Gild ökuréttindi eru skilyrði.
- Reynsla sem nýtist í starfi er kostur.
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
- Líkamsræktarstyrk og sálfræðistyrk.
- Möguleika á þróun í starfi.
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt
Staðsetning
Arnarvöllur 4, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiJákvæðniÞjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi / Service Agent
Campeasy

Leitum af starfsfólki í sumarstarf,hlutastarf og framtíðar
Ísgerður ehf.

Tímabundin störf hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Egilsstaðir: Söluráðgjafar bæði í sumar- og framtíðarstarf
Húsasmiðjan

Sérfæðingur í sölu- og flutningsþjónustu
Kuehne + Nagel ehf.

Hlutastarf í gólfefnadeild - Byko Breidd
Byko

Starfsmaður á afgreiðslukassa - BYKO Breidd
Byko

Lyfja Nýbýlavegi- sala og þjónusta, framtíðarstarf
Lyfja

Viltu verða djúsari? (Fullt starf )
Joe & the juice

Starfsmaður í sölu og þjónustu
Jörfi ehf.

Starfsfólk í gæslu hjá Byggðasafni - sumarstarf
Hafnarfjarðarbær

Afgreiðsla, lager og sumarvinna.
Kvarnir ehf