

Ævintýragjarn og árangursdrifinn rekstrarstjóri
Býr í þér ævintýraþrá og býrð þú yfir reynslu af rekstri í ferðaþjónustu?
Við leitum að árangursdrifnum og öflugum rekstrarstjóra til þess að ganga til liðs við leiðtogateymið í okkar vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki.
Volcano Trails er vinnustaður sem býður upp á jöfn tækifæri óháð kyni og uppruna og leggur áherslu á fjölbreytileika.
Volcano Trails býður upp á gistingu og veitingaþjónustu í Húsadal Þórmörk og skipulagðar ferðir um ýmsar fáfarnar leiðir, króka og kima á hálendi Íslands. Félagið á einnig og rekur bílaleiguna ÍSAK sem leigir út flota af sérútbúnum ökutækjum til fjallaferða. Við veitum viðskiptavinum okkar einstaka upplifun á sama tíma og við höfum öryggi, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Rekstrarstjóri er hluti af leiðtogateymi fyrirtækisins, ber ábyrgð á daglegum rekstri, ýtir undir vöxt og tryggir að reksturinn samræmist grunngildum fyrirtækisins og stefnumótandi markmiðum. Starfið felur í sér náið samstarf með forstjóra og stjórnendateyminu.











