Volcano Trails
Volcano Trails
Volcano Trails

Ævintýragjarn og árangursdrifinn rekstrarstjóri

Býr í þér ævintýraþrá og býrð þú yfir reynslu af rekstri í ferðaþjónustu?
Við leitum að árangursdrifnum og öflugum rekstrarstjóra til þess að ganga til liðs við leiðtogateymið í okkar vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki.

Volcano Trails er vinnustaður sem býður upp á jöfn tækifæri óháð kyni og uppruna og leggur áherslu á fjölbreytileika.

Volcano Trails býður upp á gistingu og veitingaþjónustu í Húsadal Þórmörk og skipulagðar ferðir um ýmsar fáfarnar leiðir, króka og kima á hálendi Íslands. Félagið á einnig og rekur bílaleiguna ÍSAK sem leigir út flota af sérútbúnum ökutækjum til fjallaferða. Við veitum viðskiptavinum okkar einstaka upplifun á sama tíma og við höfum öryggi, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.

Rekstrarstjóri er hluti af leiðtogateymi fyrirtækisins, ber ábyrgð á daglegum rekstri, ýtir undir vöxt og tryggir að reksturinn samræmist grunngildum fyrirtækisins og stefnumótandi markmiðum. Starfið felur í sér náið samstarf með forstjóra og stjórnendateyminu.

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun í viðskiptafræði, rekstrarstjórnun eða skyldum greinum (MBA kostur)
Reynsla af stjórnunarstöðu í ferðaþjónustu
Framúrskarandi hæfileikar í mannlegum samskiptum og samvinnu
Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar auk færni í að móta og innleiða framtíðarsýn
Sterk stefnumótandi og lausnamiðuð hugsun
Ástríða fyrir ævintýraferðum
Helstu verkefni og ábyrgð
Rekstarstjórnun og aðkoma að fjármálastjórnun
Stefnumótun og áætlanagerð
Byggja upp og leiða afkastamikið teymi
Hlúa að góðri vinnustaðamenningu
Stuðla að fyrirmyndarupplifun viðskiptavina
Umsjón með öryggismálum í samstarfi við viðeigandi eftirlits- og samstarfsaðila
Umsjón með sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins
Auglýsing birt22. september 2023
Umsóknarfrestur1. október 2023
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Desjamýri 8A, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar