Eskja
Eskja
Eskja er fjölskyldufyrirtæki á Eskifirði sem hefur verið leiðandi afl í íslenskum sjávarútvegi síðustu 70 árin. Fyrirtækið hét áður Hraðfrystihús Eskifjarðar og var stofnað hinn 8. maí 1944 í því skyni að skjóta styrkum stoðum undir fábreytilegt atvinnulíf bæjarins. Stofnendur félagsins voru um þrjú hundruð einstaklingar og fyrirtæki á staðnum. Alla tíð síðan hefur Eskja verið kjölfestan í atvinnulífi Eskifjarðar. Félagið hefur vaxið og dafnað í áranna rás og starfsmenn fyrirtækisins eru í dag um 100 talsins. Markmið okkar er að standa í fremstu röð, nota ávallt bestu framleiðslutækni sem völ er á og framleiða hágæðavörur úr íslenskum fiski fyrir kröfuhörðustu markaði heims. Þá leggjum við einnig ríka áherslu á fræðslu og endurmenntun starfsfólks okkar. Eskja hefur frá fyrstu tíð haft að leiðarljósi að umgangast fiskimiðin umhverfis Íslands af ábyrgð og virðingu í samræmi við lög og reglur og lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar.

Aðstoðarverkstjóri hjá Eskju

Eskja óskar eftir að ráða aðstoðarverkstjóra til að sinna fjölbreyttum og krefjandi störfum í uppsjávarfrystihúsi félagsins á Eskifirði.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hluta árs er unnið á 12 tíma vöktum sem skiptast í dag- og næturvaktir. Nánari upplýsingar veitir Hlynur Ársælsson, rekstrarstjóri uppsjávarvinnslu (hlynur@eskja.is)

Helstu verkefni og ábyrgð
Eftirlit með afköstum og virkni framleiðsluferlis sé í uppsjávarvinnslunni.
Að tryggja að vandamál í framleiðsluferli séu greind, leyst og skráð.
Aðstoðarverkstjóri aðstoðar við verkstjórn þegar það á við og er staðgengill verkstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og/eða reynsla tengd sjávarútvegi er kostur.
Góður skilningur á framleiðsluferli og framleiðslutækni.
Hæfni til að eiga uppbyggileg samskipti við einstaklinga og starfsmannahópa.
Hæfni til að hvetja fólk til dáða og hámarka frammistöðu þess.
Hæfni til að leiða greiningu og úrlausn vandamála.
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.
Hæfni til að nota og læra á ýmis tölvuforrit og kerfi (Innova, MS Office, Navision, Tímon o.fl.).
Auglýsing stofnuð19. maí 2023
Umsóknarfrestur15. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Leirubakki 4, 735 Eskifjörður
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.