Johan Rönning
Johan Rönning
Johan Rönning

Aðstoðarþjónustustjóri vöruhúss Johan Rönning

Johan Rönning leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum aðstoðarþjónustustjóra til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og þróun vöruhúsa félagsins.

Um fjölbreytt starf er að ræða þar sem verkstjórn og skipulag í vöruhúsi er eitt af meginverkefnum. Aðstoð og leiðsögn starfsmanna í vöruhúsi, skipulag á vaktaskiptingu og mönnun, stýring á móttöku og afhendingu vara. Eftirlit með öryggismálum og þjálfun starfsfólks er einnig meðal verkefna ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í vöruhúsi. Aðstoðar þjónustustjóri er staðgengill þjónustustjóra.

Um er að ræða framtíðarstarf í ört stækkandi fyrirtæki.

Johan Rönning er hluti af Fagkaupum. Fagkaup rekur einnig verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra, Vatn & veitur, S. Guðjónsson, Áltak, K.H. Vinnuföt, Varma og Vélaverk, Ísleif, Hagblikk og Fossberg.

Umsóknarfrestur er til 6.febrúar og unnið er í umsóknum jafnóðum og þær berast.

Við hvetjum áhugasama að sækja um starfið óháð aldri, kyni og uppruna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulag daglegs reksturs vöruhúss í samvinnu við þjónustustjóra   
  • Stýring á móttöku og afhendingu vara 
  • Eftirlit með lagerbirgðum og viðhald birgðaskrár
  • Þjálfun nýliða og endurmenntun starfsmanna 
  • Gæðastjórnun og öryggi starfsfólks
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi í vöruhúsi skilyrði
  • Framúrskarandi skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Ökuréttindi og lyftarapróf 
  • Áreiðanleiki og sveigjanleiki
  • Góð íslensku og enskukunnátta
  • Menntun sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur 
  • Samgöngustyrkur
  • Niðurgreiddur hádegismatur 
  • Öflugt starfsmannafélag

Að auki bjóðum við: 

  • Góðan vinnustað þar sem lögð er rækt við vellíðan og vöxt starfsfólks
  • Frábæra vinnufélaga og góðan starfsanda
  • Árlega heilsufarsskoðun og heilsueflingu 
  • Afsláttarkjör af vörum félagsins 
  • Sveigjanlegt starfsumhverfi 
  • Ýmsa viðburði á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi 
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur6. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Klettagarðar 25, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Stundvísi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar