

Aðstoðarþjónustustjóri vöruhúss Johan Rönning
Johan Rönning leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum aðstoðarþjónustustjóra til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og þróun vöruhúsa félagsins.
Um fjölbreytt starf er að ræða þar sem verkstjórn og skipulag í vöruhúsi er eitt af meginverkefnum. Aðstoð og leiðsögn starfsmanna í vöruhúsi, skipulag á vaktaskiptingu og mönnun, stýring á móttöku og afhendingu vara. Eftirlit með öryggismálum og þjálfun starfsfólks er einnig meðal verkefna ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í vöruhúsi. Aðstoðar þjónustustjóri er staðgengill þjónustustjóra.
Um er að ræða framtíðarstarf í ört stækkandi fyrirtæki.
Johan Rönning er hluti af Fagkaupum. Fagkaup rekur einnig verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra, Vatn & veitur, S. Guðjónsson, Áltak, K.H. Vinnuföt, Varma og Vélaverk, Ísleif, Hagblikk og Fossberg.
Umsóknarfrestur er til 6.febrúar og unnið er í umsóknum jafnóðum og þær berast.
Við hvetjum áhugasama að sækja um starfið óháð aldri, kyni og uppruna.
- Skipulag daglegs reksturs vöruhúss í samvinnu við þjónustustjóra
- Stýring á móttöku og afhendingu vara
- Eftirlit með lagerbirgðum og viðhald birgðaskrár
- Þjálfun nýliða og endurmenntun starfsmanna
- Gæðastjórnun og öryggi starfsfólks
- Reynsla af starfi í vöruhúsi skilyrði
- Framúrskarandi skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Ökuréttindi og lyftarapróf
- Áreiðanleiki og sveigjanleiki
- Góð íslensku og enskukunnátta
- Menntun sem nýtist í starfi
- Líkamsræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Öflugt starfsmannafélag
Að auki bjóðum við:
- Góðan vinnustað þar sem lögð er rækt við vellíðan og vöxt starfsfólks
- Frábæra vinnufélaga og góðan starfsanda
- Árlega heilsufarsskoðun og heilsueflingu
- Afsláttarkjör af vörum félagsins
- Sveigjanlegt starfsumhverfi
- Ýmsa viðburði á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi
Íslenska
Enska










