Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Aðstoðarmatráður við leikskólann Eyravelli, Neskaupstað

Eyrarvellir er átta deilda leikskóli með sex starfrækar deildir og dvelja þar um 97 börn og starfa um 30 starfsmenn. Leikskólinn er skipaður skemmtilegu og metnaðarfullu fagfólki. Eyrarvellir vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar ásamt því að styrkja innleiðingu nemendalýðræðis. Leikskólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð.

Aðstoðarmatráður í eldhúsi er starfsmaður Fjarðabyggðar og starfar undir stjórn leikskólastjóra. Aðstoðarmatráður skal gegna starfinu samkvæmt leikskólalögum, reglugerðum, starfslýsingu, kjarasamningum og starfsmannastefnu Fjarðabyggðar, eftir því sem við á. Hann er þátttakandi í uppeldisstarfi skóla gagnvart næringu og heilsu.

Um er að ræða 80 % stöðu sem aðstoðarmatráður í eldhúsi leikskólans, starfið hentar öllum kynjum og hvetjum við áhugasama að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn störf í mötuneyti, bakstur, þrif og að farið sé eftir matseðlum sveitafélagsins.
  • Útbýr sérfæði fyrir þá nemendur og starfsmenn sem þess þurfa af heilsufarsástæðum.
  • Ber ábyrgð á daglegum þrifum og frágangi eftir matagerð.
  • Heldur þvottahúsi, búri sem og kaffistofu starfsmanna snyrtilegu.
  • Er staðgengill yfirmatráðs í fjarveru hans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af matreiðslu og starfi í eldhúsi.
  • Reynsla af starfi með börnum æskileg.
Auglýsing birt4. febrúar 2025
Umsóknarfrestur20. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar