

Aðstoðarmatráður óskast
Heilsuleikskólinn Fífusalir auglýsir eftir aðstoðarmatráð.
Heilsuleikskólinn Fífusalir er 6 deilda leikskóli í Salahverfi í Kópavogi. Þar starfa um 35 manns með 106 börnum. Leikskólinn er Heilsuleikskóli og starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Einnig er unnið eftir kenningum John Dewey og Berit Bae. Frábær starfsmanna- og barnahópur.
Einkunnarorð skólans eru: Virðing - Uppgötvun - Samvinna
Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á http://fifusalir.kopavogur.is/
Fífusalir er heilsuleikskóli og er lögð áhersla á hollan og næringarríkan mat.
Aðstoðarmatráður vinnur við dagleg störf í eldhúsi, svo sem við matseld, uppvask, frágang í eldhúsi, frágang á þvotti sem og ræstingu þar sem við á.
Aðstoðarmatráður aðstoðar yfirmann eldhússins m.a. við að:
- Undirbúa og framreiða máltíðir
- Sér um uppþvott-Sér um almennan þvott
- Sér um að halda kaffistofu hreinni
- Þarf að vera að tilbúinn að ganga í störf matráðs þegar þörf er á
- Ábyrgð, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubröðgum
- Hafi áhuga og þekkingu á matreiðslu
- Búi yfir samviskusemi, snyrtimennsku, stundvísi og jákvæðu hugarfari
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Íþróttastyrkur
- Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
- Styttri vinnuvika, stytting er að hluta til tekin á milli jóla- og nýárs, í dymbilviku og tveimur vetrarfríum
- Frír matur












