Furugrund
Furugrund
Furugrund

Aðstoðarmatráður óskast

Aðstoðarmatráður óskast til starfa í leikskólann Furugrund.

Í leikskólanum eru 97 börn. Í skólanum er unnið eftir jákvæðum aga og eru einkunnarorð skólans rauði þráðurinn í skólastarfinu en þau eru virðing, hlýja, öryggi og traust.

Aðstoðarmatráður sér meðal annars um að undirbúa og framreiða mat fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Hann tekur þátt í frágangi og almennum þrifum í eldhúsi leikskólans.

Leikskólinn starfar í tveimur húsum og sér aðstoðarmatráður meðal annars um að flytja matarvagn milli húsa. Viðkomandi þarf að geta leyst matráð af eftir þörfum.

Um er að ræða 50% stöðu með möguleika á afleysingarstöðu inni á deildum til að auka starfshlutfallið upp í allt að 100% starf.

Vinnutími er að lágmarki frá 9:00-13:00

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð við matseld og undirbúningur matar- og kaffitíma fyrir börn og starfsfólk.
  • Sér um uppvask.
  • Sér um þrif á eldhúsi samkvæmt þrifaáætlun – gólfþrif undanskilin.
  • Sér um þvotta, frágang og heldur þvottahúsi og vélum snyrtilegum.
  • Heldur kaffistofu starfsmanna snyrtilegri.
  • Í forföllum matráðs tekur viðkomandi upp starfslýsingu matráðs 
  • Aðstoðar matráð við skipulag starfs í eldhúsi.
  • Sinnir öðrum þeim störfum sem yfirmaður felur honum.
  • Situr starfsmannafundi eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi í eldhúsi æskileg.
  • Áhugi og þekking á matreiðslu.
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum.
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og gott skipulag í vinnubrögðum.
  • Góð íslenskunátta.
Auglýsing birt19. nóvember 2024
Umsóknarfrestur8. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Furugrund 3, 200 Kópavogur
Furugrund 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.EldhússtörfPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar