Grænatún
Grænatún
Grænatún

Aðstoðarmatráður í leikskólann Grænatún

Leikskólinn Grænatún er 3 deilda leikskóli á yndislegum stað við Fossvogsdalinn. Í leikskólanum eru 63 börn á aldrinum 1 - 6 ára.

Einkunnarorð grænatúns eru leikur og gleði.

Við leggjum áherslu á góðan starfsanda þar sem áhersla er lögð á liðsheild, jákvæð samskipti og lausnamðaða hugsun.

Aðstoðarmaður í eldhúsi aðstoðar yfirmann eldhússins við að undirbúa og framreiða máltíðir auk þess að sjá um uppþvott og almennan þvott leikskólans. Sér einnig um að halda kaffistofu starfsmanna hreinni.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 10.ágúst. Starfshlutfall er 87,5 %.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð við matseld og undirbúningur matar- og kaffitíma.
  • Aðstoðar matráð við að skipulag starfs í eldhúsi
  • Sér um þvotta, frágang og heldur þvottahúsi og vélum snyrtilegum
  • Sér um uppvask
  • Í forföllum matráðs tekur viðkomandi upp starfslýsingu matráðs
  • Sinnir öðrum þeim störfum sem yfirmaður felur honum 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Ábyrgð, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubröðgum
  • Hafi áhuga og þekkingu á matreiðslu
  • Búi yfir samviskusemi, snyrtimennsku, stundvísi og jákvæðu hugarfari 
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 8.júlí 2024.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Þeir sem eru ráðnir til starfa í leiksólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til upplýsingaröflunar úr sakaskrá. 

Tekið verður mið af jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar við ráðningu í starfið. 

Eingöngu er hægt að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Upplýsingar um starfið gefur Sigríður Ólafsdóttir leikskólastjóri í síma 4416400 eða 8917888.

Auglýsing stofnuð26. júní 2024
Umsóknarfrestur8. júlí 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Grænatún 3, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar