Leikskólinn Álfaborg
Leikskólinn Álfaborg
Leikskólinn Álfaborg

Aðstoðarmatráður í leikskóla

Aðstoðarmatráður starfar í eldhúsi leikskólans Álfaborgar við að undirbúa og matreiða máltíðir eftir ráðleggingum Embætti landlæknis um mataræði ungra barna. Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um mötuneyti leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla, skólanámskrá leikskólans og stefnu Sveitarfélagsins Bláskógabyggðar.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Að aðstoða við að undirbúa og framreiða máltíðir í leikskólanum.

·         Taka á móti mat fyrir hádegiverð og undirbúa fyrir framreiðslu samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðslueldhúsi.

·         Taka á móti hráefni, meðhöndla það til geymslu, vinna það fyrir matreiðslu eftir þörfum á viðeigandi hátt samkvæmt leiðbeiningum.

·         Stuðlar að minni matarsóun og sér um skráningu á matarafgöngum.

·         Sér um að ganga frá eftir hverja máltíð, undirbúning þeirrar næstu, þurrkar af og þrífur eldhús og matsal.

·         Hefur yfirumsjón með að kaffistofa sé hrein í grunn atriðum. Uppþvottavél sé sett af stað þegar hún er full, borð sé hreint og hreinir bollar settir upp í skápa.

·         Sinnir þeim verkefnum er varðar eldhús og þvottahús sem yfirmaður felur.

·         Sér um að þvo þvott leikskólans og frágang á honum.

·         Sér um þrif og að skráningum þeirra sé sinnt samkvæmt reglum um hollustuhætti.

·         Sækir endur- og símenntun til að fylgjast með nýjungum í starfi.

·         Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi eldhúsins.

·         Að stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og hollu mataræði og fylgir stefnu landlæknisembættisins um hollt mataræði fyrir börn.

·         Að gæta að umgengni á eignum og búnaði vinnustaðarins.

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Reynsla af starfi í mötuneyti eða skólaeldhúsa æskileg.

·         Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.

·         Færni í mannlegum samskiptum.

·         Góð íslenskukunnátta.

·         Færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Fríðindi í starfi
  • Fatastyrkur
  • Frítt fæði
  • Stytting vinnuvikunar
  • Sund/líkamsræktarkort Bláskógabyggðar
Auglýsing stofnuð10. júní 2024
Umsóknarfrestur25. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Aratunga 167193, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.EldhússtörfPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar