Leikskólinn Álfheimar, Selfossi
Leikskólinn Álfheimar, Selfossi
Leikskólinn Álfheimar, Selfossi

Aðstoðarmatráður

Leikskólinn Álfheimar auglýsir eftir aðstoðarmatráð frá og með 8. ágúst 2024.

Leitað er að aðstoðarmatráð sem hefur áhuga á að starfa í eldhúsi leikskóla. Leikskólinn er heilsueflandi skóli á grænni grein ásamt því að mikil áhersla er lögð á útinám. Leiðarljós leikskólans eru Virðing - Hlýja - Traust.

Aðstoðarmatráður starfar samkvæmt stefnumörkun leikskólans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu Sveitarfélagsins Árborgar, aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum er við eiga.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að undirbúa og framreiða allar máltíðir í leikskólanum. Matreiða og framreiða morgunmat. Taka á móti mat fyrir hádegiverð og undirbúa fyrir framreiðslu samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðslueldhúsi. Sjá um bakstur og að framreiða síðdegishressingu.
  • Taka á móti hráefni, meðhöndla það til geymslu, vinna það fyrir matreiðslu og matreiða eftir þörfum á viðeigandi hátt samkvæmt leiðbeiningum.
  • Stuðlar að minni matarsóun og sér um skráningu á matarafgöngum.
  • Þrífa og ganga frá að loknu starfi.
  • Skráning og dagleg vöktun á kælum, eftirlit og þrif skv. skipulagi.
  • Pantanir og kaup á vörum í eldhús og þvottahús s.s. matvara og hreinsivörur í samráði við leikskólastjóra og yfirmann framleiðslueldhúss.
  • Sinnir þeim verkefnum er varðar eldhús og þvottarhús sem yfirmaður felur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi í mötuneyti eða skólaeldhúsa æskileg.
  • Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Færni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Fríðindi í starfi

Afsláttarkort Árborgar

Stytting vinnuvikunnar

Auglýsing stofnuð13. júní 2024
Umsóknarfrestur24. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Sólvellir 6, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Stundvísi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar