Svalbarðsstrandarhreppur
Svalbarðsstrandarhreppur
Svalbarðsstrandarhreppur

Aðstoðarmanneskju í mötuneyti

Svalbarðsstrandarhreppur óskar eftir aðstoðarmanneskju í mötuneyti í 100% stöðu.

Aðstoðarmaður starfar í eldhúsi Valsárskóla sem sér um máltíðir fyrir grunnskólann Valsárskóla, leikskólann Álfaborg og starfsfólk sveitarfélagsins.

Við leitum að jákvæðum og samviskusömum einstaklingi sem er tilbúin til að leggja sig fram við að vinna með öðrum og er nemendum góð fyrirmynd.

MENNTUNAR-OG HÆFNISKRÖFUR:

-Vilji til samvinnu, jákvæðni og sjálfstæði.

-Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, skapandi og drífandi.

-Íslenskukunnátta.

-Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði.

STARFSSVIÐ:

-Samvinna og aðstoð við matráð í allri matargerð og frágangi í eldhúsi í Valsárskóla/Álfaborg

-Framsetning, frágangur og uppvask í samráði við matráð.

-Matargerð í forföllum matráðs.

Kaup og kjör er samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og SÍS.

Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2025. Rafrænni umsókn skal skila á heimasíðu sveitarfélagsins:

https://www.svalbardsstrond.is/is/thjonusta/starfsfolk/umsokn-um-starf-hja-svalbardsstrandarhreppi

Umsókn skulu fylgja upplýsingar um fyrri störf umsækjanda og menntun.

Vakin er athygli á jafnréttisstefnu Svalbarðsstrandarhrepps um jafnan hlut kynja í störfum. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

María Aðalsteinsdóttir, [email protected] veitir upplýsingar um starfið.

Auglýsing birt4. febrúar 2025
Umsóknarfrestur18. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Valsárskóli 152911, 601 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar