Aðstoðarmanneskja í Vesturbæinn
Skemmtileg og lífsglöð fjölfötluð kona á þrítugsaldri í Vesturbænum, óskar eftir að ráða til sín aðstoðarkonu í fullt starf og/eða hlutastarf.
Vaktir
Starfið er hlutastarf. Unnið verður á vöktum, dagvaktir, kvöldvaktir og næturvaktir.
Um starfið
Starfið byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og felur í sér aðstoð við daglegt líf svo sem persónulega umhirðu, matarinnkaup, eldamennsku, akstur, þátttöku í, námi, félagslífi, íþróttum og atvinnu. Hægt er að lesa nánar um hugmyndafræðina hér: Hugmyndafræðin - NPA miðstöðin
Hæfniskröfur
Viðkomandi þarf að hafa bílpróf, vera reyklaus, hafa hreint sakavottorð og tala góða íslensku eða ensku.
Traust, frumkvæði, sveigjanleiki og stundvísi eru grunnskilyrði fyrir ráðningu.
- Tölvu og tæknikunnátta
- Reynsla af heimilishaldi og eldamennsku
- Þekking og reynsla af starfi með fötluðum
- Áhugi á menningarmálum og skapandi vinnu
- Góð hæfni í skipulagi og mannlegum samskiptum
Aðeins 25 ára og eldri koma til greina.
Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2024.
Laun eru skv. sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar við Eflingu.