Heyrnar og talmeinastöð Íslands
Heyrnar og talmeinastöð Íslands

Aðstoðarmanneskja á heyrnarsviði

•Heyrnar og talmeinastöð er ríkisstofnun sem sinnir greiningu og meðferð vegna heyrnarskerðingar, heyrnarleysis sem og tal- og raddvandamála. Um er að ræða 50-100% starf aðstoðarmanns á heyrnarsviði stofnunarinnar. Við leitum að drífandi einstaklingi með ríka þjónustulund til að aðstoða heyrnarfræðinga og heyrnarráðgjafa HTÍ. Starfsmaðurinn beinir skjólstæðingum í rétta og tímanlega þjónustu, vinnur náið með heyrnarfræðingum og hlýtur sérþjálfun til að vinna ákveðin störf undir stjórn og á ábyrgð sérfræðinga HTÍ. Gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn fái tækifæri og þjálfun til að þróa sig í starfi með möguleika á fjölbreyttari verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

•Kynning hjálpartækja og aðstoð við notkun þeirra
•Aðstoð við vinnu heyrnarfræðinga
•Pöntun og móttaka rekstrarvöru og tækja fyrir heyrnarsvið
 •Umsjón með birgðum og íhlutum. Skönnun móta, léttari viðgerðir heyrnartækja
•Eftirfylgd og stuðningur í kjölfar þess að einstaklingur fær ný heyrnar- eða hjálpartæki
•Aðstoðar móttökuritara og tæknimann
•Önnur verkefni eftir þörfum

Menntunar- og hæfniskröfur

Opin, drífandi og dugleg manneskja með mikla samskiptafærni. Góð færni í ensku nauðsyn-leg og í einu Norðurlandamála æskileg (Dan, Sæn, Nor). Góð tölvufærni og hæfileiki til að tjá sig við fólk á öllum aldri. Rík þjónustulund. 
Menntun á sviði heilbrigðisvísinda mikill kostur (s.s. Sjúkraliði, hjúkrunarfræði. Stúdentspróf er lágmarkskrafa.

Fríðindi í starfi

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert. 

Auglýsing birt4. september 2025
Umsóknarfrestur26. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
DanskaDanska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hraunbær 115, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar