
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili eru rekin í samsteypu ásamt Eir-öryggisíbúðum. Á heimilunum er fagleg umönnun, öflug læknisþjónusta með ýmsum sérúrræðum fyrir hópa svo sem blinda og sjónskerta, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% vistmanna útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks, um 650 manns, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !

Aðstoðarmaður iðjuþjálfa / iðjuþjálfanemi - Sumarstarf
Langar þig að vinna með reyndum iðjuþjálfum í sumar, í góðu teymi og sinna spennandi verkefnum? Í boði er spennandi sumarstarf fyrir sjálfstæðan einstakling á Eir og Hömrum hjúkrunarheimili.
Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem aðstoðarmenn iðjuþjálfa sinna bæði íbúum á heimilisdeildum og skjólstæðingum á endurhæfingardeildinni.
Umsækjandi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum, geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi.
Á Eir eru 160 íbúar í hjúkrunarrýmum auk skjólstæðinga í 44 endurhæfingarrýmum.
Á Hömrum eru 33 íbúar í hjúkrunarrýmum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar iðjuþjálfa í skipulögðu hópastarfi
- Aðstoðar iðjuþjálfa við að þjónusta skjólstæðinga endurhæfingardeildar
- Aðstoðar með fastar samverustundir á heimilinu í samvinnu við iðjuþjálfa
- Aðstoðar við stærri viðburði
- Aðstoðar í vinnustofu iðjuþjálfunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Íslenskukunnátta
Auglýsing birt14. janúar 2026
Umsóknarfrestur8. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Iðjuþjálfi á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL)
Landspítali

4. eða 5. árs læknanemi í sumarafleysingu - Eir endurhæfing
Eir hjúkrunarheimili

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri íþrótta óskast
Leikskólinn Sjáland

Aðstoðarmaður iðjuþjálfa / iðjuþjálfanemi á Skjóli - Sumarstarf
Skjól hjúkrunarheimili

Vaktstjórar í sumarvinnu – spennandi sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Fagmenntaður ráðgjafi í Bergið headspace
Bergið headspace

Óska eftir aðstoðarkonum í sveigjanlegt hlutastarf
NPA miðstöðin

Starfsmaður óskast á Ægisgrund
Garðabær

Deildarstjóri óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ
Búsetukjarnar í Skálahlíð

Óska eftir aðstoðarkonu í fjölbreytt starf
NPA miðstöðin

Sjúkraþjálfari eða iðjuþjálfi óskast í hjálpartækjadeild
Stoð

Starfsmaður í iðju- og dagþjálfun - sumarstörf
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili