Fangelsismálastofnun ríkisins
Fangelsismálastofnun ríkisins

Aðstoðarmaður í mötuneytið á Litla Hrauni

Fangelsismálastofnun óskar eftir að ráða í tvær stöður aðstoðarmanns í mötuneyti í fangelsinu Litla-Hrauni. Leitað er að einstaklingum með ástríðu fyrir góðum mat og þjónustulund.

Mötuneytið er bæði fyrir starfsfólk og skjólstæðinga á Litla Hrauni og Hólmsheiði. Um er að ræða 70% starf, sem unnið er í vaktavinnu. Starfið laust frá 1. janúar 2026 eða fyrr.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar við undirbúning og matseld samkvæmt fyrirmælum matráðs eða yfirmanns mötuneytis.
  • Fylgir verklagi og reglum um hollustuhætti og matvælaöryggi.
  • Sér um dagleg þrif í eldhúsi og matsal starfsmanna og uppvask og frágang í eldhúsi.
  • Tekur þátt í móttöku og frágangi matvæla og birgða.
  • Þátttaka í pökkun, afhendingu máltíða og sendingum til Hólmsheiðar.
  • Sinnir matseld eða framreiðslu undir leiðsögn yfirmanns mötuneytis eða matráðs.
  • Tekur þátt í eftirliti með skjólstæðingum í samráði við yfirmann mötuneytis og matráð.
  • Sinnir öðrum verkefnum mötuneytis samkvæmt fyrirmælum yfirmanns mötuneytis.
  • Akstur með máltíðir til Hólmsheiðar um helgar.
Menntunar- og hæfniskröfur

Menntunar og hæfniskröfur

  • Grunnnám í matvæla- eða þjónustugreinum er kostur.
  • Reynsla af vinnu í mötuneyti eða eldhúsi.
  • Ökuréttindi.

 Persónulegir eiginleikar:

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi.
  • Færni til að fylgja verklagsreglum og gæðakröfum.
  • Nákvæmi, hreinlæti og ábyrgð í störfum.
  • Vilji til að tileinka sér ný vinnubrögð og taka þátt í umbótum í þjónustu og gæðum.
  • Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt26. nóvember 2025
Umsóknarfrestur8. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Litla Hraun lóð 2 217221, 820 Eyrarbakki
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar