
Enterprise Rent-a-car
Enterprise er alþjóðleg bílaleiga sem starfar í 90 löndum með 9.900 sölustaði um allan heim og er stærsta bílaleiga í heimi.
Enterprise Rent-A-Car hóf starfsemi á Íslandi árið 2014 og hefur vaxið hratt undanfarin ár. Félagið er í dag með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu á 2 útleigustöðvum í Reykjavík og Reykjanesbæ. Hjá Enterprise starfa fjölda starfsmanna sem leggja sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu.
Enterprise Rent-A-Car á Íslandi starfar undir Icelandia sem er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki í skipulagningu og rekstri ferða um Ísland. Yfir 600 manns starfa hjá Icelandia.

Aðstoðarmaður á verkstæði
Enterprise bílaleiga leitar að starfsmanni á verkstæði Enterprise á Keflavíkurflugvelli. Starfsmaður mun sjá um minni háttar viðhald bíla svo sem dekkjaskipti, olíuskipti og almennt mat á ástandi bíla til útleigu, akstur á bílum milli starfsstöðva og ýmis önnur tilfallandi verkefni. Viðkomandi þarf helst að geta byrjað sem fyrst.
Enterprise bílaleiga er hluti af Ferðaskrifstofu Icelandia sem er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald bíla eins dekkjaskipti, olíuskipti, rúðuþurrkuskipti, peruskipti o.fl.
- Aðstoð við tilfærslu á bílum .
- Önnur tilfallandi verkefni fyrir verkstæði og flotadeild
Menntunar- og hæfniskröfur
- Grunnþekking á bílum.
- Góð tölvukunnátta.
- Góð íslensku og/eða enskukunnátta.
- Gilt ökuskírteini er skilyrði.
- Geta til að vinna sjálfstætt og í hóp.
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
- Líkamsræktarstyrk og sálfræðistyrk.
- Möguleikar á þróun í starfi.
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt
Staðsetning
Arnarvöllur 4, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiGrunnviðgerðir bifreiðaHjólbarðaþjónustaOlíuskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)